15.5.2013 | 00:22
Óraunhæft að ætlast eða vonast til þess að geta lifað........
Já hann er skarpur hann SJS og vill ekki og skilur ekki enn afhverju honum var hafnað.Vinstri stjórn er ávísun á skattahækkanair,hefur alltaf verið svo og verður svo...en stór hluti af þjóðinni sem er illa haldin af minnisleysi man ekki eftir sliku í kosningum.Það er þeirra leið (vinstri stjórna) að leysa málin þannig að hækka öll gjöld og skatta og búa til ný gjöld og skatta ef þeir geta og ríkissjóður er í forgangi umfram allt og alla en ekki fólkið í landinu.Steingrími og Jóhönnu voru gefin 4 ár og þau bæði misnotuðu þessi ár og klikkuðu.Fólkið sem beið það bíður enn fjórum árum seinna (ef það er ekki farið úr landi)og í mikið verri aðstöðu en það var ef það er ekki þegar búið að missa allt sitt.Þegar allt fer á hvolf og fólk hefur ekki lengur efni á að borga lánin sín og fl. þá er hver mánuður langur tími....það er hægt að redda sér einn og einn mánuð en manneskja sem er komin í þrot og mikil vanskil hún reddar engu í 4 ár...lánastofnanir og bankarnir sem vofa yfir eins og hrægammar veita ekki slíkan frest.Steingrími og Jóhönnu voru gefin 4 ár til að gera eitthvað í þessum málum en þau gerðu það ekki og þess vegna fór sem fór......fólkinu var ekki hjálpað þegar þess þyrfti en bönkunum var reddað.Það komu engin ný störf og allt var frosið hér....ef einhver ætlaði að gera eitthvað þá var það stoppað af og helst átti að friða allt eða í það minnsta að láta flest allt njóta vafans fremur en að aðstoða fólkið og skapa ný störf fyrir mörg þúsund atvinnulausa einstaklinga. Innviðir kerfisins voru tættir og brotnir niður af hinni norrænu velferðarstjórn en eina velferðin sem hægt er að finna hér í dag er farseðill til hinna norðurlandanna....... en um leið og mennta,félagslega og heilbrigðiskerfið var brotið niður mélinu smærra vegna niðurskurðar og fjársveltis þá var stofnað velferðaráðuneyti um ekki neitt. Landspítalinn fékk t.d. 260 milljónir til tækjakaupa og erum við bara að tala um eitt ár hér af öllu sveltinu en hann þúrfti á ári 860 milljónir....því var reddað í ár jú korteri fyrir kosningar en Ríkisstjórnin og Alþingi eyddu um 2 milljörðum í dagpeninga,ferða og risnukostnað fyrir sig og sína á árinu 2012 miðað við tölur sem gefnar voru upp fyrr í vetur sem leið. Steingrímur......jú þú uppskarst eins og þú sáðir til.
Væntingar kjósenda óraunhæfar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Steingrímur gat logið í 4 ár (og lýgur enn), án þess að bugast og brotna. Það skil ég ekki! Hefur hann ekki neina tengingu við mannúð og velferð, í sínum sálarfylgsnum?
"Velferðarstjórnin" klikkaði á aðalatriðum raunverulegrar velferðar. Raunveruleg velferð snýst um að verja þá sem minnst mega sín.
Strax eftir kosningar 2009 var byrjað á að tryggja kjör þeirra sem best höfðu það (t.d. eftirlaun þingmanna/ráðherra), og draga saman stuðning til öryrkja og eldri borgara.
Þetta var auðvitað áfall fyrir mjög marga, í viðbót við áfallið sem bankaránið orsakaði.
Áfallahjálp hjá sálfræðingum var ekki í boði fyrir aðra en þá sem höfðu nóga peninga, til að borga 10.000 kr. fyrir hvern tíma.
Lyfjamafían hefur grætt feitt á þessum svikum.
Sama stjórn þykist vera á móti óþarfa lyfjanotkun, og setur af stað enn einni áfallahrinu fyrir sjúklinga, öryrkja og útslitna eldri borgara?
Kvíðalyfin hljóta að seljast vel!
Þetta rugl Grímsa gamla og co, stenst ekki heiðarlega skoðun. Mótsagnirnar eru óverjandi!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2013 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.