21.5.2013 | 09:56
Virkileg skömm að þessu....
Það er skömm að því að fara svona með nýtt dót og verndun á hugmynd og hugverki getur varla gilt yfir gröf og dauða áratugum saman.En það væri svo sem eftir öðru ef svo væri.
Sérstak sem það er að þetta er framleitt og selt víða um heim eins og t.d. í US og ekkert sagt við því en hér er þetta bannað til að vernda örfáar verslanir sem selja sumt af þessu á brjálæðis verði og ekki fyrir alla að kaupa ........hvað ætli það séu t.d. margir á íslandi sem hafa efni á að kaupa sé lampa á hálfa milljón eða einn hægindastól á milljón eða meir?Þetta er enn eitt bullið og vitleysan sem tíðkast hér á landi.
Tollurinn fargaði húsgögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að fullorðnar manneskjur skuli leyfa sér að henda nýjum varningi, er óverjandi. Hefði maður ekki neitað að taka þátt í svona skemmdarverkum á verðmætum, á heimskrepputímum?
Hvers konar leikrit er nú verið að hanna? Jafnvel af tolla-fjaðrafoks-liði Verslunar og Þjónustu? Eða hvað segja þau skötuhjúin þar á bæ, um svona bruðl-brask-brenglun?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2013 kl. 14:08
Að gera vörueftirlíkingar er þjófnaðarmál. Hönnuðir fara í langt dýrt nám, hanna vöru kannski nær aðeins ein af hundrað að slá í gegn. Tugum milljóna er eytt í auglýsingar um allan heim og oft tekur áratugi að gera vöru fræga. Svo simsala bim, kemur einhver njóli og lætur gera eftirlíkingu í Kína, ætlar sér að moka út vörunni og þannig hirða upp ágóða sem með réttu tilheyrir öðrum. Það er skömm. Það verður að horfa á málið frá réttlætissjónarmiði, vill einhver kaupa stolinn varning.
Sólbjörg, 21.5.2013 kl. 14:41
Einmitt Sólbjörg. Það eru nefnilega sumir sem vilja kaupa stolinn varning, því miður. Það er skömm að þetta hafi yfirleitt verið flutt inn. Tollgæslan fær stóran + fyrir vel unnin störf. Við viljum ekki kaupa stolin húsgögn!
Siggi Lee Lewis, 21.5.2013 kl. 15:11
Nú vil eg ekki setja mig í sæti dómara. Ljóst er að Kínverjar hafa oft farið frjálslega með hugverk og einkaleyfi sem öðrum tilheyra. Okkar landslög virða þennan rétt og því verður að fara eftir þeim lögum í einu og öllu.
Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2013 kl. 16:54
nei það er sko ekki skömm að þessu. Þetta er í raun þjófnaður og þeir sem eru að flytja inn og selja þennan varning eru ekkert annað en þjófar.
Svo talar þú um USA, þar er nú einmitt mun strangara eftirlit með fölsuðum vörumerkjum heldur en hér, t.d. er vel fylgst með því að ekki sé verið að flytja inn falsaðar merkjavörur frá Asíu í gegnum Ebay og fleiri slíka vefi.
Óskar, 21.5.2013 kl. 17:34
Þetta er vissulega lögbrot að flytja inn ólöglegar eftirlíkingar skv. íslenskum lögum.
En nú velti ég öðru fyrir mér og tek dæmi:
Ef maður vill alvöru Picasso, þá kaupir maður alvöru Picasso en ekki eftirlíkingu... en vilji maður eftirlíkingu af Picasso, þá kaupir maður eftirlíkingu (löglega eftirlíkingu) og veist af því...
Ef hins vegar þú kaupir Picasso málverk á þeim forsendum að málverkið sé alvöru, og borgar einhverjar milljónir fyrir, en færð í raun eftirlíkingu þá er það hreint og klárt lögbrot seljanda...
Spurning mín er, átti að selja þetta sem eftirlíkingar eða "alvöru"? Var þetta keypt fyrir kúk og kanel og átti svo að selja þetta dýrum dómum til íslenskra neytenda?
Ef svo væri er það vissulega grafalvarlegt mál og gaman væri að vita hvaða verslun eða verslanir þetta væru og fara djúpt í saumana á þessu máli, og athuga hvort um sé að ræða fleiri fyrirtæki!
ViceRoy, 21.5.2013 kl. 18:58
Þetta var pantað og flutt inn sem eftirlíking eftir því sme ég best veit.
Hver og einn pantaði sem hann ætlaði til eigin nota en ekki til framhaldssölu.
Að panta og eða kaupa eitthvað fyrir sjálfan sig sem vitað er að eru eftirlíkingar eftir bæklingum eða í gegnum fyrirtæki telst ekki þjófnaður......þjófnaður er að taka eitthvað ófrjálsri hendi og greiða ekki fyrir það.Þarna voru greidd uppsett verð.
Varðandi USa...... Óskar.....ég er búinn að vera oft og lengi í USA...skoðaðu bara t.d. modern.com eða modernfurniture.com.......og margar ,margar fleiri heimasíður húsgagnverslanna......frí heimsending þvers og kruss um Bandaríkin og Eggið fræga á 400 dollara.....prófaðu bara að Googla modernfurnitureog vittu hversu margar síður þú færð upp bara í USA einum.
Júlíus Már Baldursson, 24.5.2013 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.