8.9.2013 | 21:23
Í Mjóafirði er forystuféð.........
Ég horfði á mestan hluta þáttarins í kvöld Ísfólkið með Ragnhildi Steinunni þar sem hún heimsækir yngsta þingmanninn okkar hana Jóhönnu Maríu að Látrum við Mjóafjörð..........mér fannst þetta að mörgu leiti skemmtilegur þáttur og unga konan mjög skýr og ákveðin í hvað hún vildi og stefndi að í framtíðinni.......góður þáttur að mörgu leiti en mér fannst það líka klaufalegt og vona að það hafi bara verið klaufalegt hjá ungu konunni þegar hún tók það fram að forystuféð væri grannari en annað fé.
Forystuféð er grennra en annað fé enda létt á skrokkinn og fæti og miklar "fjallafálur" eins og þær hafa verið kallaðar.
Mér finnst í lagi að gerð sé krafa til þingmanna og jú bara fullorðins fólks almennt að það noti og beygi orðin rétt...sérstaklega þegar komið er fram svona opinberlega í sjónvarpi.
Ragnhildur hefði átta að gera ungu konunni greiða og klippa þetta út úr þættinum þegar hún vann hann fyrir sýningu eða sá/sú sem það gerði fyrir sjónvarpið en ekki láta þetta fara svona frá sér í útsendingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.