18.9.2013 | 22:12
Hvernig er þetta þjóðfélag orðið eiginlega?
Hvað ætlum við að gera? Ætlum við virkilega að hafa þetta þjóðfélag okkar svona eins og það er orðið,Ómanneskjulegt eins og frekast hægt er,kalt risabákn þar sem allir eru bara kennitölur og öll mál bara númer og ekkert á bakið við það?Og það er sama hvern maður spyr.....enginn veit neitt og engin getur neitt.Hver hefur gert þetta að þessum óskapnaði sem þetta er orðið?Eru ekki lögin samin og sett á af þinginu...af þingmönnum og ráðherrum? Eru reglugerðirnar ekki settar í sjálfum ráðuneytunum af ráðherrunum sjálfum og dreift þaðan til hinna ýmsu stofnana sem heyra undir ráðuneytin? Og enginn kannast við neitt og getur ekki breytt neinu.
Framkoma okkar við fólk af erlendu bergi er til háborinnar skammar fyrir allt þjóðfélagið,að fólk skuli þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir svörum eða úrlausn sinna mála getur vart talist eðlilegt og við skulum hafa það í huga að hér er verið að fjalla um líf fólks sem jafnvel er búið að upplifa hörmungar í heimalandi sínu og hefur hrakist lengi á milli landa.
Hún bara gafst upp og fór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjóðfélag lítilmenna. Sama hvort það er mál gyðings sem vísað var úr landi eða mál ungrar konu frá Filippseyjum. Þjóð sem getur boðið gyðingahatara (Fischer) og stríðsglæpamenn (Mikson) velkomna og sem rekur unga konu, sem öll er að vilja gerð til að verða góður þjóðfélagsþegn á Íslandi, á mjög bágt. Þjóðin verður að krefja endurskipulagningar þessarar skyldleikaræktuðu stofnunnar og nýs forstöðumanns hið fyrsta. Sá sem er þar nú er ekki stafi sínu vaxinn. Hann hélt að hann væri að fá vinnu hjá Gestapo.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.9.2013 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.