29.10.2013 | 12:39
Til hamingju KSÍ...ykkur tókst það!Var við öðru að búast vegna miðasölunnar?
Það gat hver maður séð að þetta fáránlega ferli varðandi sölu á miðunum á leik Island og Króatíu biði upp á svartamarkaðsbrask. Það eru nefnilega alltaf svo margirÍslendingar tilbúnir að misnota hlutina ef þeir græða á þeim eins og núna...fara um miðja nótt,kaupa marga miða og selja þá núna á 10-20 þúsund krónur til að græða á þeim sem ekki komust að kaupa miða um miðja nótt en langar á leikinn.
KSÍ bíður uppá þetta og það er hægt því menn mæta á þessum tíma og kaupa miðana.Eins og svo oft áður vantar samstöðuna í þessa þjóð og ef menn hefðu tekið sig saman og hunsað þennan tíma á miðasölunni hefði KSÍ ekki komist upp með þetta og ekki væri verið að braska með þessa miða núna á netiu á margföldu verði
Til hamingju KSÍ....ykkur tókst það!
Braska með miða á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.