29.10.2013 | 18:47
Það þarf að borga sukkið og óráðsíuna.
Það þarf engan að undra að álögur hafi aukist um 440 þús.kr fyrir meðalfjölskyldu í borginni því það þarf að borga fyrir breytingar á Hofsvallagötunni og svo þarf að borga aftur fyrir breytingarnar á Hofsvallagötunni og þetta kostar nú sitt. Nú það þarf að borga fyrir regnboga litaðar gangbrautir og svo þarf að borga fyrir þær aftur og svo þarf að borga fyrir þær aftur þegar þær eru fjarlægðar í annað sinnið enda settar upp tvisvar í Laugardalnum. Svo þarf að borga fyrir að fella trén sem prýða borgina og mynda skjól í henni. Nú er hún orðin sjólsælasti blettur landsins og þá þarf að eyða 2 x 12 milljónum í að fjarlægja trén sem þó náðu að vaxa þar svo borgarbúar fái smá gjólu í stað alls lognsins.....þetta kostar allt peninga og þetta þarf að borga. Svo eru borgarbúar ða væla yfir álögum....það þarf að sýna ábyrgð í framkvæmdum og rekstri borgarinnar og þetta þarf að borga.......helst tvisvar eða oftar.
Álögur hafa hækkað um 440 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.