18.11.2013 | 23:00
Höfum þetta bara eins grátt og kalt og hægt er.
Endilega að fella öll þessi tré sem gera ekkert nema gott fyrir náttúruna og okkur sjálf.Binda niðu koltvísýringin,gera umhverfið fallegra og veita skjól. Miðborgin er að verða eins köld,ljót og grá eins og hún getur frekast orðið.Þetta fer að verða eins og eitt stórt Ingólfstorg.Og í þetta eru til peningar.
Aspartré felld við Dómkirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst athyglisvert hversu illa borgarstjórn reykjavíkur er við ýmsar lífverur í umhverfinu:
ef það eru ekki lúpínur eru það mávar. Ef ekki mávar þá aspir, og ef ekki það þá kerfill.
Borgarstjórn hefur alfarið verið á móti náttúrunni undanfarin 20 eða svo, ég man amk ekki eftir svona náttúruleysi hjá þeim sem komu á undan.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.11.2013 kl. 23:05
Það á að gróðursetja aðrar, hentugri trjátegundir í staðinn.
Ef þú hefðir eitthvað vit á garðyrkju og hvernig tré hegða sér þá veistu að þetta er nauðsynlegt. Ræturnar á öspinni teygja sig lengra en rætur annarra, þær finna sér leiðir innum smásprungur í húsum, smárifur í rörum og einsog bent er á í greininni upp á milli hellana.
Til eru aðrar trjátegundir sem að henta mun betur í svona þrengslum og í miðborginni. Öspin hentar betur á opnari svæðum.
Jón, 19.11.2013 kl. 12:57
Grátt segir þú. Hins vegar þegar maður les fréttina til enda kemur í ljós að aðrar trjátegundir koma í staðinn.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.