Byssuglöð þjóð en hvernig er með hættuna á hryðjuverkaárásum?

Stöðugt eru bandarísk stjórnvöld uppvís að njósnum sem og hinu og þessu um almenning í landinu og fólk í öðrum löndum víða um heim og er það allt gert í skjóli verndunar fyrir yfirvofandi hryðjuverkaárásum í landinu og á Ameríska borgara víða um heim. Ætli hættan á hryðjuverkaárásum í US sé ekki hverfandi miðað við skotárásirnar sem þeir fremja sjálfir í skólum landsins á hverju ári. Samkvæmt opinberum gögnum falla um 30.000 manns fyrir hendi samlanda sinna í þessu landi á hverju ári og hvað skildu margir falla í US á hverju ári í hryðjuverkaárásum?

Þeir eru t.d. enn hamrandi á því að alls hafi fallið um 3.600 manns í árásunum á turtnana tvo 11.september 2001.Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim glæp enda var hann hroðalegur en hversu mörgum sinnum 3.600 manns hafa Bandaríkjamenn fellt í öðrum löndum síðan þá og notað sem skjól fyrir aðgerðum sínum að þeir séu að vernda Ameríska borgara sem og allan heiminn fyrir hryðjuverkamönnum og samtökum.

Ef talan 30.000 á ári er rétt þá hafa þeir sjálfir fellt samtals 360.000 samborgara sína síðan árásin á turnana var gerð............nærri 40.000 fleiri en öll Íslaneska þjóðin er og ekki voru það hryðjuverkasamtök sem voru þar að verki.


mbl.is Skotárás í menntaskóla í Fíladelfíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Samkvæmt opinberum gögnum féllu 14,827 á síðasta ári fyrir hendi annarra. Hefur aldrei náð 30.000 á ari síðan í borgarastyrrjöldinni.

Tíðnin fer svo smám saman lækkandi, frá því að hún náði hámarki 1980, og svo kom smá toppur 1989-95.

Á meðan fjölgar skotvopnum þar hratt. Mér skilst svo að þeir séu allir að byrja að reykja hass. Ef svo er, þá tel ég litlar líkur á að þeir nenni lengur að drepa hvern annan.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2014 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband