24.1.2014 | 01:35
Og enn meira af skít kemur í ljós....
Þetta vildi sem sagt þessi svokallaða "velferðarstjórn" leggja á þjóðina ofan á allt annað sem hún gerði í sinni tíð. Ekki nóg með að við áttum að borga Icesave heldur 300 milljarða þarna í viðbót. Þetta varði svo Framsókn falli þegar borin var upp vantrausttillaga. Það er gott að vita þetta allt og muna það um aldur og ævi. Og ég held það sé kominn tími á að bæði Jóhanna Sigurðar og Steingrímur J.fletti upp í orðabókum eða leiti til íslenskukennara og spyrji þá úti í hvað orðið velferð þýðir. Það er alltaf að koma bertur og betur í ljós að það er greinilega ekki til í þeirra haus hvað þetta orðið þýðir. Betra seint en aldrei.
Leynd svipt af fundargerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú vonandi áttar þig á því að síðasta ríkisstjórn var ekki viljandi að reyna að gera kjör landsmanna verri, right?
Svo áttar þú þig vonandi á því að það var ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar sem lagði fram fyrstu drög að samningi til að greiða Icesave.
Bless.
Tómas, 24.1.2014 kl. 06:41
"það var ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar sem lagði fram fyrstu drög að samningi til að greiða Icesave"
Hvaða tímabil var sú ríkisstjórn við völd?
Alli, 24.1.2014 kl. 09:19
Það lá alltaf fyrir að amk. leiðtogar sjálfstæðismanna ætluðu sér að leggja fram samning um Icesave. Þegar vinstri stjórnin tók við, þá hélt sú vinna ara áfram, og fyrsti samningurinn var lagður fyrir og samþykktur af Ólafi forseta (þó hafnað af bretum og hollendingum).
Þá voru t.d. Sjálfstæðismenn sem sátu flestir hjá við atkvæðagreiðslu á Icesave 1, kusu flestir á móti nr. 2, en flestir með nr 3 (sjá http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=44028).
Mér finnst bara svo kjánalegt að lesa skrif þín að ofan þar sem þú hamast við að kenna vinstri stjórninni um allt slæmt sem gerist, á meðan hægri flokkarnir eiga líklega meirihluta að máli.
Tómas, 24.1.2014 kl. 09:51
Tómas: Var ekki Samfylkingin í ríkisstjórn frá maí 2007 til apríl 2013 ?
Guðmundur Björn, 24.1.2014 kl. 16:18
Hah, jú - vitanlega, afsakið :p
Síðara innlegg mitt stendur þó enn.. Skrif Júlíusar fara bara í taugarnar á mér, og vildi ég reyna að benda á hvað þau eru kjánaleg.
Tómas, 24.1.2014 kl. 16:46
Ég legg ekki í vana minn að svara kommentum hvorki hér né á öðrum síðum. Þetta er mín bloggsíða og ég segi hér mínar skoðanir hvort sem öðrum líkar þær eða ekki og öðrum þarf heldur ekkert að líka þær. Þessi síða er opin fyrir alla enda skammast ég mín ekkert fyrir mínar skoðanir og öllum er frjálst að segja sínar skoðanir hér hvort sem þeir eru sammála mínum eða ekki og ég dæmi fólk aldrei eftir skoðunum þess. Ef ég breyti um skoðun sem ég geri jú stundum þá er það á mínum forsendum en ekki annarra og fari mínar skoðnir í taugarnar á einhverjum verður sá hinn sama að eiga það við sig og sínar taugar.
Júlíus Már Baldursson, 25.1.2014 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.