Enn eitt bullið

Hvernig getur þessi þjóð verið sjálfri sér nóg um matvæli? Hver á á trúa þessu bulli? Ekki getur þjóðin lifað á kjöti og mjólkurvörum eingöngu eða er það það sem ráðherrann,Framsókn og bændasamtökin vilja?

Við búum það norðarlega og landið er það kalt að við verðum að flytja inn matvæli og efni til að framleiða ýmis matvæli og komust ekkert hjá því,hvorki nú né síðar.

Við notum hveiti og aðrar kornvörur,maís,feiti,sykur,olíur og margar aðrar vöru til að framleiða matvörur og þessar vörur verðum við að flytja inn til að geta framleitt aðrar vörur.Hvernig á þá þjóð sem er bundin af þessum aðstæðum að geta orðið sér alveg nóg um matvörur? Hvað með kornið sem fer í brauðin,sykurinn og feitina? Hvað með kaffið og te? Efni til djús og gosframleiðslu,efni til áfengis og bjópframleiðslu,efni til framleiðslu á unnum matvörum? Allt þetta er og þarf að fytja inn.


mbl.is Verði ekki upp á aðrar þjóðir komnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband