Þróunaraðstoð.

Ef landið hefur ekki þróast meira en þetta árið 2014 þrátt fyrir aðstoð frá hinum ýmsu þjóðum uppá milljarða þá er þeirri aðstoð sjálfhætt því það er þá orðin borin von um að það þróist meir. Frá íslandi koma 500 milljónir í þróunaraðstoð til Úganda sem nýlega samþykkti lög til að herja á minnihlutahópa það eru samkynhneigðir. Það væri nær að setja hluta af þessu fé beint til baráttusamtaka samkynhneigðra í Landinu og nota restina í mennta eða heilbrigðiskerfið hér á landi enda veitir ekki af. Við eigum ekki að styðja við eða styrkja lönd sem brjóta svona á mannréttindum og ekki síst þegar sjálfur forseti landsins sem samþykkti þessi lög segir að þjóðir heims geti bara hætt að stryrkja þá ef þær vilja gera svo en þær muni ekki ráða því hvaða lög séu í gildi í landinu eða hvaða lög séu í gildi þar.

Hættum þessari þróunaraðstoð við Úganda,styðjum samtök samkynhneigðra þar í landi frekar og notum restina hér heima.


mbl.is „Nornaveiðar eiga eftir að kosta mannslíf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband