4.3.2014 | 21:37
Ömurleg framkoma.
Það er vonandi að nú verði breyting á og að reglum eða lögum um hælisleitendur verði lagfærðar til mannlegri vegar. Það er ekki hægt að þjóðfélag sem er að styðja við mannréttindi og neyðaraðstoð í örðum löndum skuli koma svona fram við flóttamenn og telur sig til siðmenntaðs þjóðfélags.
Geymdur eins og dýr í búri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég sé ekki betur eftir fréttunum að dæma, en að þessi Askarpour hafi gerst brotlegur við lög með því að koma til landsins og halda því fram að hann hafi engin skilríki, enga pappíra. Það í það fyrsta er lýgi, þar sem hann hefði ekki getað lagt af stað, og ferðast alla leið til Íslands nema með því að hafa skilríki.
Auðvitað voru það mistök okkar yfirvalda, að senda hann ekki, - eins og skot, - til baka til þess staðar sem hann kom frá.
Að mínu mati, þá á að senda þennan mann úr landi, nú þegar, við Íslendingar þurfum ekki að spyrja neinn um neitt leyfi til þess. Við höfum allan rétt til þess. Þessi maður reyndi að komast inn í landið á fölskum forsendum og á engan rétt til þess að vera á Íslandi. Hver veit hver hann er, þessi maður ? Hver veit nema að þetta sé terroristi, - hermdarverkamaður eða sjálfsmorðs sprengjumaður ?
Vita íslendsk yfirvöld einhver svör við því ?
Tryggvi Helgason, 4.3.2014 kl. 22:05
Sæll Júlíus Már - sem og aðrir gestir þínir !
Tryggvi !
Hvað vitum við - um uppruna og atferli þeirra forfeðra okkar / sem hingað fóru að venja komur sínar til Landnáms um og upp úr 670 ?
Fyrst - Askarpour tókst þessi reisa hingað forðum - finnst mér sjálfsagt að gefa honum tækifæri til viðveru hér / kasti hann Múhameðstrúnni vitaskuld (iðki hann hana :: yfirleitt) en sé hann Zaraþústra fylgjandi (tvíeðlishyggjumaður) eða annarra kenninga hlýtur hann að vera velkominn - að sjálfsögðu .
Ekki allt - beysin mannskapur sem komið hefir hingað svo sem síðan á 7. öldinni Tryggvi minn / þó vel hafi tekist til - um marga.
Með beztu kveðjum fyrrum þjóðernissinna / og núverandi Alþjóða sinna - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.