9.3.2014 | 20:55
Stærsta vandamálið eru stjórnvöld.
Stærsta vandamálið alls staðar í heiminum eru stjórnvöldin sjálf og þingin. Það er ekki hlustað á fólkið og þess vegna er ástandið víða eins og það er. En það er líka svolítið sérstakt að horfa uppá í margar vikur,mánuði og jafnvel ár á ástandið í sumum löndum og afhverju ástandið er þar eins og það er að stjórnvöld í öðrum löndum skuli ekki læra neitt af því og láta sér það að kenningu verða. Hvernig var það í Egyptalandi,Lýbíu,Sýrlandi.fyrrum Sovétríkjunum,Austur Þyskalandi og nú síðast í Úkrainu svo eitthvað sé nefnt? Það sauð uppúr í þressum löndum og mörgum fleiri vegna þess að stjórnvöld hlustuðu ekki á fólkið. Og enn þverskallast íslensk stjórnvöld við með ESB samningin og umræðuna um hann. Væri nú ekki best að klára þetta úr því það var byrjað á því,leifa þjóðinni að kjósa og málið fer þá eins og það fer í stað þess að hafa þetta svona yfir þinginu og mótmælin úti á Áusturvelli? Ég held að utanríkisráðherra væri meiri maður ef hann drægi þetta til baka og kláraði bara málið frá því sem frá var horfið.
Boðað til mótmæla á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það á að spyrja Þjóðina hvort vilji ganga í ESB, ekki hvort hún vilji að þessar aðildarviðræður klárist.
Þessi aðlögun væri ekki í gangi nema þjóðin vilji í ESB...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2014 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.