15.3.2014 | 12:51
Bara loka þessu.
Ósamstaðan vegna þessarar gjaldtöku er ekki að gera þetta auðveldara og skemmtilegra fyrir Íslendinga og í raun úr því landeigendur bakka ekki með þetta þá á bara að loka þessu svæði ef það ekki lengur þolir það að fólk komi þarna til að skoða. Það er hvort eð er verið að skemma ferðaþjónustuna með þessu sem alltaf er verið að tala um að sér að eflast svo mikið og að þessi þjónusta sé að verða ein mesta tekjulind þjóðarinna. Þá er stokkið af stað með dollara merki í augunum ognú skal maður verða ríkur en um leið skemma margra ára uppbyggingu.
Ég verð nú að segja það að sl.sumar fór ég með útlendinga þarna um og eins aftur nú í vetur og það er akkurat ekkert að sjá þarna ,malarstíga,ljóta kaðla hingað og þangað,bleyta um allt og svo hverirnir sem eru mislitar og djúpar skálar með misheitu vatni í og alveg hreifingar lausir fyrir utan smá pus í Strokki...............borga 600 kr fyrir að horfa á þetta? Nei takk!
Heimilt að loka Geysissvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Næst þegar ég fer þarna um ( páskar 2013) mun ég labba um svæðið án þess að borga.
Hringi þeir bara á lögreglu eða sýslumann.
Birgir Örn Guðjónsson, 15.3.2014 kl. 13:02
Ég mun ekki borga til að fara inn á svæðið ef ég á leið þarna um.
Filippus Jóhannsson, 15.3.2014 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.