15.3.2014 | 20:28
Um 200 manns komu saman.
Um 200 manns komu saman við Hörpuna í dag til að sýna Sýrlendingum stuðning í tilefni þess að 3 ár eru liðin síðan borgarstyrjöldin hófst þar í landi með skelfilegum afleiðingum sem flestum er kunnugt um en án þess að vilja vera leiðinlegur þá ósjálfrátt spyr maður sig að því hvað þessi samstaða 200 manns gerir fyrir þær 2,5 milljónir sem eru komnar á vergang og hafast við í flóttamannabúðum víða um lönd og hvað gera svona fundir víða um heim fyrir þær 100 þúsund manneskjur sem hafa látið lífið síðan þessi styrjöld byrjaði? Mit svar er að þetta gerir ekki neitt nema þá helst að þeim líður eitthvða betur sem mæta á svona fundi. Ekki hafa sameinuðu þjóðirnar gert neitt eða getað gert neitt að því er virðist nema jú halda hvert matarboðið og fundinn á fætur öðrum sem ekki hefur skilað neinu hingað til og á meðan er haldið áfram að murka lífið úr saklausum borgurum. Sýrlendingar þurfa aðstoð en ekki fleiri matar og fundarboð.......það hjálpar þeim ekki neitt.
Sýna íbúum Sýrlands stuðning í verki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.