15.7.2014 | 11:41
Nýtt fangelsi við Engjateig....
Það er spurning hvort ég eða nágranni minn fengjum að setja svona í kringum húsið okkar ef við óskuðum eftir því við byggingafulltrú reykjavíkurborgar? Ég að vísu stór efa það að slíkt yrði leifi yrði veitt eða svona girðing yrði samþykkt. þetta er afspyrnu ljótt og minnir helst á fangelsi en ekki hús,vinnustað eða sendiráð.
Víggirða nýja sendiráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hélt smástund að ætti að stækka húsdýragarðinn.
Að girða þetta af eins og fangelsi er viðeigandi, þetta er jú sendiráð stórhættulegs herveldis, en ef hliðið verður læst á nóttunni mun ég sofa vel.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2014 kl. 12:04
Ætti þetta ekki frekar að fara uppá Hólmsheiði við hliðina á hinu fangelsinu?
Hvumpinn, 15.7.2014 kl. 18:49
Það verður greinilega þannig, að Engjateignum verði lokað fyrir umferð eins og gert var á Laufásveginum. Og ef þeir verða VIRKILEGA paranoid, þá girða þeir af líka Suðurlandsbrautina og Kringlumýrarbrautina. Og hvernig verður með Grand Hótel? Þarf ekki að setja hlera fyrir alla glugga, sem snúa suður, þ.e. að sendiráðinu?
.
Annars veit ég ekki hvers vegna þeir eru með sendiráð hér. Það er hvort eð er ekki hægt að hringja og fá neinar upplýsingar, það kemur bara símsvari sem segir að ekki sé hægt að hringja. Bandarískir ríkisborgarar geta þó hringt í neyðarnúmer sendiráðsins, ef þeir komast í tæri við íslenzka kommúnista og verða skelkaðir.
Aztec, 17.7.2014 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.