10.9.2014 | 21:39
Þeir ættu að líta sér nær.
´WEg held að þessu umhverfis og dýraverndunar samtök ættu að líta sér nær og t.d. þau samtök sem eru stofnuð og hafa höfuðstöðvar í US. Hvernig er landbúnaðarkerfið þar ? Hvernig er farið með dýr og fugla á stórum búum þar og hvernig er aðbúnaðurinn þar? Hvernig er sdov meðferðin á dýrunum í flutningi í sdláturhús og hvernig er meðferðin á dýrunum í sláturhúsinu? Skoði myndbönd á Youtube og sjáið meðferðina.
Í sporum þessara samtaka hefði ég meir áhuga og meiri áhyggjur á þessum málum en drápi lítillar eyþjóðar á nokkrum hvölum og hverju ári.
Þessi samtök ættu kannski í leiðinni að athuga með hvalveiðar heimafyrir áður en þau fara að skipta sér af hvalveiðum annarra og athuga afhverju Bandaríkjamenn séu ein stærsta og mesta hvalveiði þjóð í heimi? Mörg þúsund smáhveli fara í net og önnur veiðarfæri hjá fiskimönnum árlega sem og stærri hvalir eru veiddir samkvæmt kvóda í nafni frumbyggjaveiða.
Hvalveiðar kinnhestur Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.