14.9.2014 | 17:30
Einföld laus á vandamáli vegna ISIS
Það er til sáraeinföld lausn á þessu vandamáli og við þurfum ekkert að óttast þetta.
Úr því þetta fólk er að fara til Íraks og Sýrlands til að berjast við hlið þessara hryðjuverkamanna og líkar svona vel þarna þá getur það bara verið þarna um ókomna tíð.
Sviptum það ríkisborgararétti,tökum af því vegabréfin og meinum því inngöngu til viðkopmandi lands fyrir lífstíð.Búum til lista sem er aðgengilegur gegnum Interpool og Schengen og meinum þessu liði inngöngu í vetræn ríki um aldur og ævi. Þetta lið getur verið þarna áfram úr því þetta er svona gott þarna og fullkomið,við þurfum ekki á þeim á halda í okkar menningu og við þurfum þá ekkert ða óttast hryðjuver kaf þeirra hálfu þegar þau snúa aftur því þau muni ekki snúa aftur.
Tæplega þúsund franskir íslamistar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þess væri óskandi, en það er ekki rétt að lausnin sé einföld. Það er ekki hægt að svipta ríkisborgararétt nema það sé lagagrundvöllur fyrir því. Og ef samin eru ný lög þess efnis, þá verður það að standast stjórnarskrá. Ég sé fyrir mér áralöng réttarhöld fram og tilbaka út af þessu eins og oft gerist vegna höfnunar á dvalarleyfi.
Til að mynda eru engin ákvæði í t.d. dönsku stjórnarskránni um sviptingu dansks ríkisborgararéttar nema nýr sé fenginn og þá skv. samþykki viðkomandi aðila. Ég þekki auðvitað ekki frönsk lög, en mig grunar, að þar og í flestum Evrópulöndum þyrfti að vera um landráð að ræða til að hægt sé að beita umræddri sviptingu.
En kannski ættu vesturveldin að hætta að senda vopn til valdhafa í Íraq, því að þessi vopna munu fyrr eða síðar lenda í höndum ISIS. Vesturveldin hafa áður sent vopn til islamista í Libyu og til pakistanska hersins sem afhendir þau talibönum.
Þessi vopn sem ISIS myrðir saklaust fólk með koma flest upprunalega frá Evrópu og Bandaríkjunum. En hvað varðar ríkistjórnirnar um það, borgarastyrjaldir og önnur stríð er big business. Um að gera að halda þeim gangandi, selja báðum aðilum vopn, blóð saklausra er collateral damage. $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$
Alveg eins og íslenzkir lögfræðingar hafa grætt á tá og fingri bæði fyrir og eftir hrun, að þá græðir hergagnaiðnaðurinn milljarða alveg sama hver vinnur bardagana.
Aztec, 14.9.2014 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.