14.9.2014 | 18:28
Það verður seint tekið af manni bullið þarna á alþingi
Að láta sérstakan sykurskatt borega nýtt sjúkrahús,maður verður seint svikinn af bullinu þarna frá alþingi svo mikið er víst.En hvða um að taka þá bara á öllu svo við getum borgað upp nýtt sjúkrahús fyrr? Hvað þá með hveitiskatt t.d.? Eða skatt á óholla skyndibita sem tröllríða öllu þjóðfélaginu? Hvað ætli þessi óholli skyndibiti orsaki mikið af sjúkdómum í dag? Hefur einhver tekið það saman eða hefur það verið rannsakað? Eða íþróttir,þær kosta sitt,eru hollar jú en orsaka mikið af slysum og veikindum sem kosta samfélagið enn meira....afhverju ekki að skattleggja þær og borga sjúkrahúsið enn fljótar upp? Þegar maður er að hitta í dag fólk um tvítugt sem ekki veit hvað kjötsúpa er og hefur aldrei smakkað hana eða þá bara kjötbollur t.d. með brúnni sósu því það er bara hamborgarar,pizzur,kjúklingabitar,dorritos,Taco og fl.,álíka matur á boðstólum heima hjá fólkinu þá er það að segja manni heilmikið. Svo sykurinn er nú ekki verstur þó ég sé ekki að mæla með honum eða hæla. Er þá ekki bara best að láta þetta allt borga nýtt sjúkrahús upp sem fyrst úr því að það var hægt að glopra frá sér símapeningunum sem áttu að fara í þessa byggingu?
Gæti borgað nýjan Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir gætu skattlagt íþróttaiðkun.
Íþróttir orska slitin liðbönd. Slitin liðbönd leiða til örorku.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.9.2014 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.