4.10.2014 | 22:51
Það er sérkennilegt hvað við erum ljót allsber
Það er mjög sérstakt hvað okkur mannskepnunni sjálfri finnst við vera ljót,klámfengin og ósiðleg þegar við erum nakinn. Börn mega ekki sjá þetta,það er komið inn hjá börnum ða þetta beri ða fela,þessi og hin svæðin eru ljót,má ekki ksoða þau,ekki snerta þau og ekki sýna þau. Nekt í myndum er tabú að mestu leiti og ekki má standa nakinn fyrir framakirkju vegna kvikmyndatöku vegna mótmæla frá þreyttum Biskupi sem greinilega fæddist kappklæddur í þennan heim. Ef það sjást brjóst þá er það svona .....jú látið í friði e ntelst samt ekki í lagi,sjáist rass þá er það jú fyrirgefið og látið að mestu í friði en telst varla æskilegt svo ekki sé meira sagt,karlmaður ber að ofan er alveg í lagi allsstaðar,opinberlega sem og í felum en sjáist í kynfæri á karlmanni......ja hjálpi okkur þá allir heilagir bara og allir hinir líka.........þetta er svo ljótt,gróft og andstyggilegt að það er ekki boðlegt nokkrum manni að horfa á þetta. Sérstakt að körlum skuli ekki hafa verið bannað fyrir löngu að líta í spegill naktir og ég skil ekki afhverju karlar skuli ekki eiga að vera í skílum í búningklefum og sturtum í Líkamsræktarstöðvum og í sundi. Er boðlegt að bjóða hvor öðrum að horfa uppá þennan hrylling sem nakinn mannslíkaminn er?
Cersei verður nakin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við karlmenn erum nú ekki ljótari en svo, að neða til dæmis, að okkur er ætlað að míga standandi, hlið við hlið á almenningssalernum. Einhver hefur einhern tímann séð fegurðina í því andskotans rugli og sér enn. Mér finnst ég bara flotttur á sprellanum. ;-)
Halldór Egill Guðnason, 5.10.2014 kl. 00:06
Það eru flestir sem eru til í að sína nektina ef andlitið fylgir ekki með á myndinni. Sem hlýtur að þýða það að andlitið er feymnismálið.
Jósef Smári Ásmundsson, 5.10.2014 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.