Of mikil völd og vondur matur.

Ég er hættur að taka slátur!

Það sýnir enn og aftur að þessi matvælafyrirtæki hafa of mikil völd og stjórna því hvað við borðum eða getum verslað í matinn.

Nú eru sláturhúsin hætt að hreinsa vambirnar (ég trúi því að það sé ekki satt) því þau fá einfaldlega meira fyrir vambirnar með því að selja þær erlendis en að selja landanum þær með slátrinu. En þetta er ekki slátur úr þessum gevivömbum,það vantar allt bragð í þetta og manni dettur í hug vondur leir eða eitthvað álíka sem maður er að tyggja þegar þetta er smakkað. Slátur í gervivömbum kaupi ég aldei og mun ekki gera og  borða það ekki og nú hætti ég að taka slátur ef þetta verður svona að ekki sé hægt að fá vambir með slátrinu.

Slátur mun þá heyra til liðinnar tíðar.


mbl.is Ekki hægt að kaupa vambir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband