Enn eitt skýrt dæmið um rétt neytanda.....sem er lítill sem enginn.

Og hann er enginn hér á landi.

Hér er hægt að vaða yfir fólk á skítugum skónum og drulla yfir það um leið. Og enginn getur sagt eða gert neitt. Lýsing kemst upp með að neyta fólki um endurreikning á bílsláni vegna þess að það var ekki alltaf greitt á gjalddaga. Fólki greiddi vexti og dráttarvexti ef það fór yfir en það dugar ekki til. Og Lýsing kemst upp með þetta. Það er í lagi að endurreikna lán ef þú greiddir alltaf á gjalddaga en það er í lagi að stela af þér og svíkja þig ef þú fórst yfir með greiðsluna .Þetta eru skilaboðin frá Lýsingu til lántakenda. Lánafyrirtæki,bankar ,kortafyrirtæki og aðrir geta farið sínu fram og neytandinn hefur engann rétt og ekkert um málið að segja.

 


mbl.is „Mér finnst þetta bara svo óréttlátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er stór misskilningur hjá þér.

Réttur neytenda á Íslandi er mjög sterkur.

Það er hinsvegar Lýsing sem er að brjóta þann rétt gróflega.

Annars hefða þetta getað orðið mjög einfalt. Ef allir viðskiptavinir Lýsingar hefðu einfaldlega hætt að afhenda félaginu meiri peninga þegar í ljós kom hvernig í pottin var búið, þá værum við ekki hér að ræða um þetta mörgum árum seinna heldur væri fyrirtækið núna í slitameðferð og gæti ekki lengur níðst svona á fólki.

Allr sem afhenda Lýsingu peninga eru hinsvegar að hjálpa þessu liðna líki af fyrirtæki, að halda áfram að borga starfsmönnum sínum fyrir að níðast meira á fólki.

Höfum það í huga að okkar eigin hegðun getur ráðið talsvert miklu.

Ekki mata uppvakning. Það veitir honum bara orku til að éta þig!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2014 kl. 20:56

2 Smámynd: corvus corax

Lýsing er glæpafélag sem stundar skipulagða glæpastarfsemi og er stjórnað af glæpamönnum. Svo einfalt er það!

corvus corax, 11.10.2014 kl. 21:01

3 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Alls ekki sammála þér Guðmundur, ef réttur neytenda væri til staðar á Íslandi kæmist Lýsing ekki upp með þetta. Rekstrarleyfið væri tekið af þeim ef þeir gerðu ekki hreint fyrir sínum dyrum.
En við hverju má búast er æðsti embættismaður fjármála hér á landi er meintur fjárglæframaður?

Jón Páll Garðarsson, 12.10.2014 kl. 11:33

4 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það var einmitt sem ég gerði nafni,þegar ég taldi mig vera búinn að greiða umsamda upphæð hætti ég að borga Lýsingu ,þeirætluðu að hrifsa bílinn af mér með aðför en fór til lögfræðingarskrifstofunnar Gengislán.is og lét þá reikna út lánið fyrir mig og þeir komust að því að Lýsing skulduðu mér og hættu við að taka bílinn af mér,hef ekkert heyrt frá Lýsingu og hef ekki en fengið afsalið á bílnum þannig að ég get í raun ekki hreyft mig hvogi selt hann né skift honum í nýrri bíl. Það er með öllu ólýðandi að hver og einn þurfi að sækja rétt sinn fyrir dómi því að ég hef enga trú á að hver og einn samningur sé með sérstakt túngumál sem megi túlka á ýmsa vegu,heldur sé um staðlað form að ræða.Þannig að einn dómur hlýtur að gilda fyrir alla einstaklingssamningana.Það er með öllu ólýðandi að þetta félag skuli komast upp með að hunsa dóma trekk í trekk og í raun gefa frat í dómara landsins.Hver á að sjá til þess að dómar séu framkvæmdir hef ekki fengið en svar við því þó ég hafi verið að spyrja frá því að dómar féllu og Lýsing fór ekki eftir dómum?

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 12.10.2014 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband