24.11.2014 | 00:25
Julien Blanc og undirskriftirnar
Skelfing finnst mér þetta vitlaust og í raun heimskulegat að rjúka af stað með undirskriftarlista vegna boðaðrar komu þessa manns hingað til lands.
Hver á að taka þá ákvörðun að meina manninum að koma inn í landið? Og hver hefur slíkt leifi? Þessi maður hefur einfaldlega þessa skoðun ef rétt er og okkur hugnast hún einfaldlega ekki og erum ekki sammála honum en þetta er hans skoðun hversu vitlaus sem okkur þykir hún vera.Hversu mörgum eigum við þá á meina að koma inn til landsins ef þeir/þær hafa aðra skoðun á ýmsum málum er við höfum og hvar ætlum við eða eigum við að draga mörkin? Væri ekki nær að leifa þessum manni að koma hingað eins og öllum öðrum og hunsa hann bara? Mæta bara ekki á þennan fyrirlestur ef hann verður eða í það mesta að mæta á svæðið og mótmæla.En að láta sér detta í hug ða meina manninum að koma inní landið af því einu að fólki líkar ekki skoðanir hans er mesta þvæla og að um 11 þusund einstaklingar hafa sett nafn sitt undir svona bull eins og þessa undirskriftarsöfnun er nú bara umhugsunar vert þó ekki sé meira sagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.