Fátt meira fráhrindandi.

Þar sem verið er að fjalla um lykt og markaðsettningu með lykt þá finnst mér nú persónulega fátt meira fráhrindandi en hverskonar matar og eða bökunlykt í húsgagnaverslun eins og til dæmis IKEA,Húsgagnahöllinni og fl.verslunum sem eru með húsgögn og blandaðar vörur fyrir heimilið. Að labba inni í slíka verslun og um leið og komið er inn leggst yfir mann og vitund lykt af steiktum kjötbollu eða fiski t.d. er ekki til að auka á gleðina hvað þá til að auka á það að maður versli þar....frekar til þess að ýta á eftir manni við að koma sér sem fyrst út aftur.Bökunar lyktin er ekkert betri enda þessi matar og bökunarlykt á einfaldlega ekki heima í þessum fyrirtækjum.Ég myndi vilja finna góða matarlykt þegar ég kæmi inn á veitingastað en oft finnst það ekki og finna góða bökunarlykt í bakaríi en ekki í húsgagna eða húsbúnaðarverslun.


mbl.is Er verið að blekkja þig?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband