Gátu tekið á þessu í Króatíu

Sérstakt að ráðamenn í Kroatíu gátu tekið á þessum málum og komið í veg fyrir að þessi okurlána fyrirtæki stöfuðu þar í landi en íslenskir ráðamenn geta það ekki?

Er það kannski vegna þess að þeir tengjast þeim á einhvern hátt eða er það vegna þess að þeir treysta sér ekki til þess?


mbl.is Engin smálán lengur í Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi starfsemi í þeirri mynd sem hún, hefur verið bönnuð samkvæmt íslenskum lögum, alveg eins og í Króatíu.

Neytendastofa, sú stofnun sem hefur eftirlit með neytendalánum, er í málaferlum við þessi fyrirtæki til að reyna að stöðva starfsemina, alveg eins og hefur væntanlega verið gert í Króatíu í sama tilgangi.

Annars er mjög auðvelt fyrir íslenska neytendur að stöðva starfsemi þessara fyrirtækja. Það geta þeir gert einfaldlega með því að eiga ekki viðskipti við þau.

Spurningin sem þarf að spyrja er því ekki hvers vegna íslensk stjórnvöld stemmi ekki stigu við þessu, því það eru þau að gera, heldur þarf að fá svar við því hvers vegna íslenskir neytendur eru yfir höfuð að eiga viðskipti við þessi fyrirtæki því ef þeir gerðu það ekki myndi því markmiði að stöðva starfsemi þeirra verða náð mjög fljótt.

Besta leiðin til að hætta einhverju er að taka ekki þátt í því.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2015 kl. 19:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi starfsemi í þeirri mynd sem hún er, hefur verið bönnuð...

...er það sem ég vildi sagt hafa en þetta skilst vonandi.

Því til viðbótar vil ég svo benda á eftirfarandi aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa nú þegar gripið til gegn þessum fyrirtækjum:

Ákvörðun Neytendastofu nr. 28/2014: Úrskurðað að Kredia ehf. og Smálán ehf. hafi brotið gegn lögum um neytendalán, athæfið bannað og bæði fyrirtækin sektuð um 250.000 kr. hvort fyrir sig.

Ákvörðun Neytendastofu nr. 29/2014: Sama efnis og ákvörðun nr. 28/2014 en beinist að Neytendalánum ehf. sem reka Múla, Hraðpeninga og 1909, ásamt sekt að fjárhæð samtals 750.000 kr.

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2014: Fyrrnefnd kvörðun Neytendastofu nr. 28/2014 staðfest.

Samkvæmt upplýsingum sem komið hafa fram opinberlega ætla fyrirtækin ekki að una þessum ákvörðunum og úrskurðum, heldur bera ágreining sinn undir dómstóla. Þar með er von á dómi um þetta, sem er hið besta mál.

Svo er til skoðunar að grípa til enn frekari aðgerða að mér skilst, en best er að ljóstra sem minnstu upp um þær á þessu stigi.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2015 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband