Enn eitt dæmið af sukkinu.

Þetta er enn eitt dæmið um sukkið með almannafé og enginn axlar eða ber ábyrgð á svona gjörningi.Þjóðin á fullan rétt á því að vita hver gerði þetta samkomulag fyrir hönd ríkisins sem og það þarf að stoppa þessa hít af.

Þegar svo spurt er um há laun hjá þessu opinbera starfsfólki eða ráðherrum/þingmönnum og forstjórum er svarið yfirleitt að það sé vegna ábyrgðarinnar sem þessi einstaklingar bera en þegar upp er staðið er þetta lið ábyrgðarlaust með öllu..........og kann ekki að skammast sín fyrir það hvernig það fer með almanna fé.

 


mbl.is 33,5 milljarðar fyrir kirkjujarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um hvaða "sukk" ertu að tala?

Jón Valur Jensson, 17.1.2015 kl. 19:52

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Væntanlega það sukk að skuldbinda ríkið til að borga "að eilífu" fyrir eignir sem hafa fast og endanlegt umfang. Til þess að fjármagna sukkið er svo lagður skattur á almenning sem þarf að sjálfsögðu að vera til staðar líka "að eilífu" til að "standa við" samninginn. Þessi skattstofn verður svo ekki heldur lagður af, því ólíkt öðrum skattstofnum getum við ekki kosið hann í burtu með því að kjósa nýja valdhafa, þeir yrðu einnig bundnir af "samningnum" sem foverar þeirra gerðu. Það að skuldbinda skattgreiðendur að eilífu fyrir einhverju sem er ekki víst að þeir vilji eða þjóni þeirra hagsmunum, er óráðsía með almannafé.

Og það hefur nákvæmlega ekkert með trúarbrögð að gera.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2015 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband