14.2.2015 | 15:14
Gott dæmi um sjúklega hegðun
Enn eitt gott dæmið um hversu sjúkleg hegðun getur orðið í gegnum hefnigirni og hatur hjá sumum.
Að brenna húsið niður og hæla sér af því opinberlega í sjónvarpi telst varla til "eðlilegrar" hegðunar eða hvað.
Ekki tekur það til baka þann hrylling sem litla barnið upplífði inní þessu húsi og ekki tekur þessi gjörningur það til baka að liltla stúlkan lét lífið þarna inni.
Rkki færir þessi bruni móðurinni barnið sitt aftur svo hver er nú eiginlega tilgangurinn?
Svona gjörningur og hegðun er varla til að hæla sér af en er aftur á móti gott dæmi um sjúklega hegðun einstaklingsins.
Húsið gerði ekki neitt.
En kannski það teljist bara í lagi að eyðileggja alla staði og brenna öll hús þar sem fólk er myrt?
Kveikti í húsi morðingja dóttur sinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála , þetta er ekki eðlilegt, en þetta vilja sumir meina að sé í lagi.
Ingþór eyþórss, 14.2.2015 kl. 16:08
Getur verið að þið hafið bara lesið fyrirsögnina?
Konan gaf slökkviliðinu hús sem hún átti sjálf. Hvað er svona sjúkt við það?
Heimir Hilmarsson, 14.2.2015 kl. 22:24
Ég skil konuna vel.
Ármann Birgisson, 15.2.2015 kl. 00:56
Þetta er engan vegin jafn slæmt og þú lætur þetta hljóma. Bara smá catharsis... í boði slökkviliðsins.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2015 kl. 01:27
Nei, sjúklegt getur þetta ekki talist í minni bók- ekki frekar en áramótabrennur!
Þarn er þetta hluti af sorgarviðbrogðum og lækningarferli eftir áfall sem ég held að þú sért ekki að nálægt því að ímynda þér og fæst okkar vonandi eftir að getað skilið af eigin raun. Reyndu að setja þig í spor hennar'
Nei, sjúklegt -í merkingnni "farið úr böndunum"- teldist ef hún hefði reynt að brenna niður fangelsið með öllum "innlimum" þess (til að vera vissum að "ná" morðingja dóttr sinnar) í hefndarskyni..Hvur veit hver rþrifaráð virðast duga ef svo mikill er missirinn á með slíkum hætti?
Það var nýverið í fréttum að hús alræmdra morðingja hefði verið dæmt til niurrifs, til að hlífa bæjarbúum við að endrlif hræðilega atburði og byggja eitthvað nýtt, sem einhver vill kannski búa í..
Pétur Arnar Kristinsson, 15.2.2015 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.