Gott dæmi um reglugerðar farganið og íslenskan fáránleika

Staðan í alifugla og svína málunum í dag vegna verkfalls dýralækna er einn eitt góða og skýra dæmið um hvernig fáranleiki og reglugerða farganið skemmir fyrir og í raun stendur þessu þjóðfélagi fyrir þrifum.

Að það skuli ekki vera hægt að slátra einum grís eða kjúklingi á íslandi í dag árið 2015 án þess að dýralæknir sé við sýnir það glöggt og að innfluttnigur á fóðpri skuli stðvast vegna sama verkfalls. Hvað gerir dýralæknir t.d. varðandi fóðrið annað en að skoða skjölin og gefa stimpil.....varla smakkar hann það eða hvað?

Það er alveg með ólíkindum fáránleikinn orðið og reglugerðarfarganið sem er víð lýði á þessu landi í dag og löngu kominn tími til að taka á þessu bulli.

Hvernig var þetta áður fyrr? hvað á dýralæknir að gera annað en að labba um,skoða og stimpla? Var ekki verið að innkalla fyrir 4 vikum eða svo kjúklingaholl frá Matfugli vegna gruns um salmonellu smit? Hvar var dýralæknirinn þá? Til hvers að hafa skildu á því að dýralæknir sé hangandi yfir slátruninni ef það er ekki að skila sér betur en þetta?

Eða er þetta bara séíslenska leiðin til að búa til vinnu,auka kostnað og halda matvörunni dýrari hér en annarsstaðar?

Notið tækifærið núna og fellið þessa reglugerð niður.Það hlýtur að vera hægt að slátra kjúklingi á íslandi í dag án þess að hafa rándýran dýrlækni hangandi yfir þessu.

Hvað haldiði að fólki hafi étið hér áður fyrr og við hvaða aðstæður var því lógað?

Við erum komin af þessu fólki og því varð ekki meint af kjötinu sem það át.


mbl.is Stefnir í gjaldþrot hjá bændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hvað eru margir kjúklingaframleiðendur á Íslandi? Sumir þeirra eru bændur en aðrir eru bara verksmiðjueigendur sem eiga ekkert skylt við bændur. Kannski er bara best að leyfa þessari framleiðslu að lognast útaf og leyfa tollfrjálsan innflutning á kjúklingi sem yrði miklu ódýrara fyrir neytendur. Það má gauka einhverri fjárhagsaðstoð að kjúklingabændum fyrir vikið en alls ekki kjúklingaverksmiðjueigendum. Þeir geta bara farið sömu leið og annar rekstur sem ekki stendur undir sér.

corvus corax, 14.5.2015 kl. 19:53

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég efast um að þessir dýralæknar geri neitt í raun og veru. Stimpla bara skjöl. Þetta er ekkert annað en atvinnubótavinna eins og svo margt annað hjá ríkinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.5.2015 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband