Veruleikafyrring

Þetta er eitt gott dæmi um veruleikafyrringuna hér á landi og minnir mjög mikið á 2007. Að selja og kaupa blokkaríbúð á 150-211 milljónir segir sig sjálft. Oft er talað um útsýnið frá þessum íbúðum............er fólk ekki í vinnu á daginn eða hangir það við gluggana daginn út og inn?

Þetta sama útsýni er svo líka að sjá í mun ódýrari eignum og hverjum dettur í hug að festa kaup á íbúð í fjölbýlishúsi fyrir rúmar 200 milljónir og þurfa ða fara eftir fjölbýlishúsalögum og byntum í kannski erfiðum eða leiðinlegum nágranna þegar hægt er að fá einbýlishús fyrir hrelminginn af þessari upphæð og spara restina?

Þetta er veruleikafyrring og bilun.


mbl.is Íbúð hækkaði um 28 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Auk þess eru þessir svörtu kassar svo forljótir að það tekur engu tali. Hryllingsarkítektúr í sinni ömurlegustu birtingarmynd.

Aztec, 13.8.2015 kl. 11:13

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já, þetta er nú ekkert sérlega sjarmerandi hverfi og þessar upphæðir eru alveg ótrúlegar.  En það virðist vera markaður fyrir þetta.

Guðmundur Pétursson, 13.8.2015 kl. 11:22

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þetta verð heldur sér, þá er þetta ekki veruleikafirring, einungis markaðsverð. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.8.2015 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband