Eigendur eiga að borga tjónið.

Það gerir reglulega storm og ofsaveður hér á landi og það vita ALLIR sem hér búa.

Fólk er varað við í fréttum og veðurfréttum hvað eftir annað en ekkert breytist enda eru gárungar farnir að tala um trampolin veður en ekki ofsaveður eða storm.

Og hvernig sem varað er við þá eru fyrstu fréttir um fok og tjón af völdum trampólina og alltaf er verið að kalla út Hjálparsveitir vegna foks á þessum bráðnauðsynlega óþarfa sem og grillum og öskutunnum.

Ekki sjaldan heldur í hvert skipti gerist það sama og enginn lærir neitt því þetta sama endurtekur sig aftur og aftur og aftur.

Það er best að reglan sé sú að eigendur þessa trampólína og öskutunna borgi sjálfir tjónið sem þetta drasl þeirra er að valda öðrum.

Þeir kannski hlusti þá næst þegar gefin er út viðvörun.......og læri af þessu.


mbl.is „Rörin flugu út um allt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband