17.9.2015 | 09:05
Bull og meira bull
Það er orðið algjört bull þetta íbúðaverð hér á landi og hefur verið svo lengi.Og það sérstaka í þessu er að fólk skuli láta spila svona með sig og kaupa á þessu verði.Að íbúð hafi hækkað um 5-10 milljónir bara fyrir það að vera til segir bara alla söguna.Þetta er algjört bull.
Verð á íbúðum rýkur upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nákvæmlega það sama og gerðist í aðdraganda "hrunsins" þegar fasteignasölum tókst að tala upp húsnæðisverðið. Þeir hafa verið iðnir við kolann í því undanfarin tvö ár. Fasteignasalar tala í véfréttastíl um að "fasteignaverð sé á uppleið" hvar sem þeir koma því við og búa jafnvel til eftirspurn með yfirlýsingum um yfirboð í eignir þannig að hjarðhegðun Íslendinga rekur þá af stað til að taka þátt í gjörsamlega tilefnislausu kapphlaupi um ímyndaðan glæsileika. Þetta sama mátti sjá í markaðssetningu Dunkin Donuts hérna í sumar þar sem heimskingjarnir létu sig hafa það að gista fyrir utan staðinn fyrir opnun. Lindex fyrirbrigðið er enn eitt dæmið svo og sölubyrjun á Harry Potter bókunum á miðnætti. Þannig er búin til fölsk eftirspurn sem hefði að öllu jöfnu ekki verið til. Fasteignasalar eru sérfræðingar í slíkum blekkingarleikjum.
corvus corax, 17.9.2015 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.