15.12.2015 | 14:04
Hvað er hún að skipta sér af?
Hún býr ekki hér á landi og hefur ekki gert lengi,hún borgar ekki skatta hér og hefur ekki gert lengi.
Hvað er hún að skipta sér af íslensku þjóðfélagi þegar hún hvorki tekur þátt í því né borgar til þess?
Ég er ekki að taka afstöðu til hálendisins, náttúruverndar eða nokkur annars með þessari færslu heldur einungis að furða mig á að menneskja sem býr ekki hér,borgar ekki skatta hér og tekur engan þátt í þessu þjóðfélagi skuli vera að skipta sér af þessu,mæta á mótmælafundi bara til þess eins að auglýsa sjálfa sig betur þar sem hún er fræg fyrir og því vekur þetta meir athygli en það annars myndi gera.
Þetta er ekki hrein eða skemmtileg framkoma.
Gunnar Bragi frussaði í vandlætingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þú ert að tala um Björk þá býr hún hérlendis og borgar sína skatta hér.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 15.12.2015 kl. 15:34
Hún er augljóslega að "skipta sér af" af því henni er ekki sama um landið okkar og náttúruna. Svo borgar hún víst skatta hér á landi; hvaða heimildir telur þú þig hafa fyrir því að hún geri það ekki?
Lesa sér fyrst til, hugsa svo, og skrifa fyrir rest. Gefst alltaf best.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/12/15/ja_eg_borga_skatta_a_slandi/
Jón Agnar Ólason, 15.12.2015 kl. 16:12
Nei hún býr í Bretlandi og borgar örugglega skatta þar. Og allt of mikið höfð í hávegum á Íslandi. Lesa fyrst, hugsa svo Jón. Sammála pistlinum, Júlíus Már.
Elle_, 15.12.2015 kl. 17:17
Lesa fyrst, hugsa svo, svona eins og þú, Jón, sagðir svo niðrandi við Júlíus.
Elle_, 15.12.2015 kl. 17:19
Færsla Bjarkar
kæru íslendingar og fjölmiðlar þeirra
ég er búin að vera upp í sumarbústað , ÚTI Á LANDI ( sem ég elska ) og greinilega missti af stórum leðjuslag . kannski fyrir bestu . ég er nú ekki vön að verja mig en vegna náttúrubaráttunnar langar mig að reyna að leiðrétta einn stóran misskilning :
mig langar aðeins að ræða þýðinguna á orðinu " redneck" í íslenskum fjölmiðlum sem ég notaði í viðtölum við rolling stone , sky news og fleiri í síðustu viku . í mínum haus er þetta orð yfir fólk sem sér sinn þjóðflokk betri en aðra . eru sannfærðir að þeir geti lifað án heildarinnar og oft hlynntir vopnaburði . finnast þeir æðri náttúrunni og að þeir eigi að stjórna henni .
fyrir mig hefur þetta orð aldrei tengst strjálbýli neitt endilega , redneks eru alls staðar í öllum löndum
og bara svo það sé alveg á hreinu : ég elska af öllu hjarta ísland og sérstaklega náttúruna og strjálbýlið
áfram rúral !!!
gleðileg jól
hlýja
björk
p.s. já ég borga skatta á íslandi
Kristbjörn Árnason, 15.12.2015 kl. 20:15
Já já, en býr í Bretlandi Kristbjörn. Þú losnar ekkert við skatta þar meðan þú býrð þar.
Elle_, 15.12.2015 kl. 20:22
Æ,æ, þá sleppur Dorit blessunin ekki við að borga skatta meðan hún býr í Bretlandi? Það er ekki einu sinni víst að hún sé almennilega einbeitingar-læs blessunin, því hún er verndari ADHD-samtakanna á Íslandi? Og er svo heppin að þurfa víst ekki lyf við þeirri einbeitingar-röskun?
Eitthvað er okkur ekki sagt satt?
Þetta er vandræðalegt, svo ekki sé meira sagt, að þessu sinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.12.2015 kl. 01:24
Þar með var ég ekki að segja að fólk verði að borga skatta í landinu til að mega tala um landið. Það var yfirgangur og persónuleg skot manneskju sem voru óásættanleg. Þetta er engin drottning frekar en hinn almenni maður.
Elle_, 16.12.2015 kl. 06:50
Af hverju er fólk að hafa áhyggjur af bullinu í Björk, hún ku vera ágætis tonlistakona þó svo að tónlist hennar sé ekki fyrir minn smekk.
Að hrauna yfir Ísland er ekki við hæfi og kanski hún ætti að halda sig við tónlistina.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 16.12.2015 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.