15.5.2016 | 19:46
Eigum að hætta þessu Eurovision bulli
Íslendingar eiga að hætta þátttöku í þessari svo kölluðu "keppni" sem er engin keppni og nota milljónirnar sem eitt er í þetta í eitthvað annað og þarfara.
Þetta er engin keppni þegar allar þjóðirnar fá ekki að keppa á móti hvor annari og svo er búið ða pota Ástralíu í þetta sem er sér heimsálfa og telst ekki til Evrópu....heitir þetta ekki Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva? Hvað er Ástralía að gera þarna?
Tvær undakeppnir fara svo fram og detta 8 lög út úr hverri keppni eða samtals 16 lög.....þessi átta lög úr fyrir keppninni fá aldrei að keppa við þau átta lög úr seinni keppninni sem detta út og þessi 16 lög sem detta út úr báðum undankeppnunum fá aldrei að keppa við þessi fimm lög sem alltaf eru í aðalkeppninni það er lögin frá vinninglandinu frá árinu áður,Bretlandi,Þýskalandi,Frakklandi,Spáni og Ítalíu.
Kallast þetta keppni? Það myndi t.d. ekki gera það ef þetta væri einhver boltaleikur og öll lið fengju ekki að keppa.
Og Úkraína vann með fullt af samúðaratkvæðum en ekki vegna þess að lagið væri svona gott heldur þungu og leiðinlegu lagi...sem fjallaði um stríð og pólitík.....og og nú hóta Rússar að vera ekki með á næsta ári.
Okkur mannskepnunni gengur alltaf svo vel að skapa.......og eyðileggja og við erum löngu búin að eyðileggja þessa keppni.....hún er óréttlát og leiðinleg og við eigum að nota milljónirnar sem kostar okkur að taka þátt í þessari svo kölluðu keppni í eitthvað annað,skemmtilegra,uppbyggilegra og þarfara og hætta þátttöku í þessu bulli.
Enda þessi keppni löngu orðin Söngvakeppni Austur Evrópskra sjónvarpsstöðva.
Sniðgangi Eurovision að ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála. Notum þessa peninga í að t.d. að byggja
upp okkar heilbrigðiskerfi.
Sigurður Kristján Hjaltested, 15.5.2016 kl. 21:13
Eurovision er ekki og hefur ekki haft neitt að gera með hversu góð tónlistin og gæði útsetningar tónlistinarfólksins er, það er pólitíkin sem ræður.
Sleppa þessari pólitík.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.