Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Og kom ekki á óvart....

Við brjótum reglugerðir og lög alveg vinstri/hægri og ætlumst til þess að komast upp með það.

Hef að vísu aldrei skilið þetta bann þar sem eftirlit og annað er ekki síðra þarna en hér og það þarf ekki að flytja neitt inn sem er ekki í lagi .

En margir eru heitir á móti þessum innflutningi................en hvað gerir þetta fólk þegar það er á ferðalagi erlendis og það ferðast þúsundum saman oft á ári til annarra landa?

Hvað skildi það borða? Hefur það smurt með sér að heiman? Fer það ekki út að borða? Og hvað,ef það lætur ofan í sig þennan sýkta"óþverra "sem þetta virðist vera,óæti sem er bráðdrepandi og sjúkt? Hefur það þá svo vit á því að fara í lyfjaverlsun og laxera áður en það fer um borð í vélina á leiðinni  heim?

Eða ber það þetta bara með sér yfir hafið og hingað ?


mbl.is Takmarkanir á innflutningi andstæðar EES-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengsta brandara Reykjavíkurborgar að ljúka.........

já hann hefur staðið yfir í heil 4 ára og nú sér loksins eða vonandi fyrir endann á þessari vitleysu. Borgarbúar og þjóðin búinn að vera að athlægi erlendis nógu lengi.
mbl.is Jón Gnarr hættir í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að borga sukkið og óráðsíuna.

Það þarf engan að undra að álögur hafi aukist um 440 þús.kr fyrir meðalfjölskyldu í borginni því það þarf að borga fyrir breytingar á Hofsvallagötunni og svo þarf að borga aftur fyrir breytingarnar á Hofsvallagötunni og þetta kostar nú sitt. Nú það þarf að borga fyrir regnboga litaðar gangbrautir og svo þarf að borga fyrir þær aftur og svo þarf að borga fyrir þær aftur þegar þær eru fjarlægðar í annað sinnið enda settar upp tvisvar í Laugardalnum. Svo þarf að borga fyrir að fella trén sem prýða borgina og mynda skjól í henni. Nú er hún orðin sjólsælasti blettur landsins og þá þarf að eyða 2 x 12 milljónum í að fjarlægja trén sem þó náðu að vaxa þar svo borgarbúar fái smá gjólu í stað alls lognsins.....þetta kostar allt peninga og þetta þarf að borga. Svo eru borgarbúar ða væla yfir álögum....það þarf að sýna ábyrgð í framkvæmdum og rekstri borgarinnar og þetta þarf að borga.......helst tvisvar eða oftar.
mbl.is Álögur hafa hækkað um 440 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju KSÍ...ykkur tókst það!Var við öðru að búast vegna miðasölunnar?

Það gat hver maður séð að þetta fáránlega ferli varðandi sölu á miðunum á leik Island og Króatíu biði upp á svartamarkaðsbrask. Það eru nefnilega alltaf svo margirÍslendingar tilbúnir að misnota hlutina ef þeir græða á þeim eins og núna...fara um miðja nótt,kaupa marga miða og selja þá núna á 10-20 þúsund krónur til að græða á þeim sem ekki komust að kaupa miða um miðja nótt en langar á leikinn.

KSÍ bíður uppá þetta og það er hægt því menn mæta á þessum tíma og kaupa miðana.Eins og svo oft áður vantar samstöðuna í þessa þjóð og ef menn hefðu tekið sig saman og hunsað þennan tíma á miðasölunni hefði KSÍ ekki komist upp með þetta og ekki væri verið að braska með þessa miða núna á netiu á margföldu verði

Til hamingju KSÍ....ykkur tókst það!


mbl.is Braska með miða á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fengu ekki nóg fyrir 2008.............

Og kemur engum á óvart svo sem.......bankarnir og fjármálafyrirtækin hafa ekki náð nógu af okkur fyrir hrunið svo það er best að halda áfram og reyna að ná því sem eftir er/varð.

Það er um að gera að reyna að ná þessu sem varð eftir og það sem fyrst.


mbl.is Innstæður rýrnað um 44 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og við fengum hann.....

Dæmi um kunnáttuleysi,ráðaleysi og getuleysi og ekki síst skýrt dæmi um ónýtan gjaldmiðil og stgjórnlausa verðbólgu.

Og nú getum við vitleysingjarnir haldið áfram á sömu braut með nýja seðil sem vott umóráðsíuna.


mbl.is Útgáfa nýs seðils „slæmar fréttir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Passar ekki við götumyndina....

Hvað varð um umræðuna og yfirlýsingarnar að hafa samráð við íbúa og vernda götumyndina? Var það kannski  bara eitt bullið enn frá þessu fólki? Þessi bygging er eins stórt ljótt krabbameinskýli þarna í hverfinu og padssar engan veginn inní myndina. Eg er ekki að setja útá það að þessi söfnuður fái að reisa sína kirkju en þetta bákn sem um ræðir passar ekki inn þarna. Sama má segja um staðsettnigu Moskunar sem rætt hefur verið um.....hún passar engan veginn inní myndina þarna við endan á Suðurlandsbrautinni.
mbl.is „Sé enga glóru í þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sandkassaleikurinn........

Já af að því að hinir gera þetta þá er í lagi að ég geri þetta.....afskaplega hljómar þetta kunnuguglega úr barnæsku.....svona þessi svokallaði sandkassaleikur"pabbi minn er mikið sterkari en pabbi þinn"

Er þetta virkilega eina afsökun sem Bandaríkjamenn hafa vegna persónunjósna um einstaklinga í þúsunda vís í öðrum löndum?  Og hvernig stendur á því að Evrópuþjóðirnar gera ekkert í málinu? Við hvað eru þær hræddar?  Á bara að beygja sig og lúffa fyrir Bandaríkjamönnum og leifa þeim að komast upp með njósnir á saklausum almennum borgurum í öðrum löndum án þess að láta þá svara til saka? Hvað skildu t.d. Þjóðverjar,Bretar,Frakkar og fl,stórar þjóðir í Evrópu ætla að gera í málinu?


mbl.is Hvíta húsið: Öll ríki njósna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf verið til og verður....við erum ekkert betri....

Við eru ekkert betri en aðrar þjóðir.Þrælahald hefur viðgengist hér um aldir og gerir enn.Það má líka kalla það nútíma þrælahald þegar fólki er skammtað um eða undir 200 þús.kr í laun á mánuði fyrir fulla vinnu og það eru mörg þúsund manns í þeim flokki hér á landi.Ísland er og hefur alltaf verið dýrt land,með dýrari löndum í heimi og það lifir enginn af lágmarkslaunum sem skömmtuð eru hér á landi....viðkomandi varla skrimtir og getur ekkert veitt sér og eða sínum.....og þetta er meðal annars hægt að þakka verkalíðshreifingunni...hú nsemur og samþykkir þessa smán.

Þrælahald er til hér,var til,og verður til...ef við ekki breytum þessu sjálf.


mbl.is Þrælkun finnst líka á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti nú að vera auðvelt fyrir hann....

Ætla nú að byrja á því að óska manninum til hamingju með verðlaunin og jafnfram góðs gengis á þessari braut. Draumur hans er að búa til Íslenskan hrylling ..........það ætti nú að vera auðvelt fyrir hann enda segir hann sjálfur í viðtalinu að áf nógu er að taka.........bara Ísland í dag er eitt og sér alveg nógur hryllingur fyrir  hann til að byrja á.


mbl.is Vill búa til íslenskan hrylling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband