Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Verður þeim ekki til framdráttar.

Þessi úrslit og hrókering verður Sjálfstæðismönnum ekki til framdráttar í næstu borgarstjórnarkosningum.

Að setja aðkomumann í fyrsta sætið,mann sem hefur ekki verið í borginni og í hennar málum og ýta vönum mönnum til hliðar boðar ekki gott fyrir flokkinn.

Við skulum sjá hvernig fer.


mbl.is Halldór oddviti sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei má maður ekki neitt..........

Nú hvaða læti eru þetta,maðurinn er bara að skemmta sér aðeins meðfram leiðinlegu og erfiðu starfi en um leið og hann lyftir glasi,kaupir vændiskonu eða fær sér í nös þá ætlar allt að verða vitlaust.

En að fólk skuli ekki una manninum smá skemmtun í lífinu.


mbl.is Villtar nætur með vændiskonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Land haftanna 2013.

Enn og aftur kemur það berlega í ljós hvernig þjóðfélag okkar er orðið. Reglugerðafarganið og alls konar boð og bönn hefta alla eðlilega framþróun sem og allt frumkvöðlastarf í landinu.

Kostanaðurinn  vegna allra þessara ströngu reglna stoppar marga af og einna dýrast er hér á landi að stofna fyrirtæki. Hvenær skildum við upplifa það ástand hér á landi að það yrði svipað og hjá flestum hinna?


mbl.is Frumkvöðlar læri af mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi sennilega ekki brotin.....

Og þá höfum við það bara...sennilega voru engin mannréttindi brotin þarna segir ráðherra.Og hvers vegna skildi það vera? Jú það einfaldlega sýnir okkur að mannréttindi eru ekki á háu plani hjá þessari þjóð. Hér er bara hægt að fara með fólk eins og skít,vaða yfir það og skilja það svo bara eftir.Lögreglan getur gert rassíuy heima hjá þér.handtekið þig og farið með þig já bara eins og sakamann og það er ekki verið að brjóta neitt á þér. Við búum í yndislegu landi svo ekki sé meira sagt.
mbl.is Mannréttindi brotin eða ekki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá henni....loksins einhver sem þorir.

Það er alveg kominn tími til að einhver Þori gegn þessu sukki sem hérna hefur tíðkast og tíðkast enn. Ekki gerðu mannleysurnar á þinginu það. Þeir áttu að banna þessi smálán og þessa starfsemi með öllu en höfðu ekki manndóm í sér til þess. Nóg var hann yfirlýsingaglaður vegna þessa á sínum tíma fyrrverandi viðskiptaráðherra hann Árni Páll í Samfylkingunni en svo tóks ekki betur til en þetta þegar upp er staðið.
mbl.is Skilmálar Kredia brjóti gegn lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvern er verið að reyna að blekkja núna?

Að geta borgað fólki fyrir alla hluti til að sleppa við að gera þá sjálfur jú kostar peninga og ef fólk hefur efni á þessu eins og líst er í greininni sme fylgir þá eru viðkomandi ekki fátækir námsmenn svo mikið er víst.

En er þetta ekki gott dæmi um veruleika fyrringu ? Að borga fólki fyrir að setja saman IKEA húsgögn,að fá ókunnuga menneskju til að fara yfir fjölskyldumyndirnar,að ráða menneskju til þrifa og einkakokk til að elda 5 sinnum í viku.....hvað með að spara sér pening og elda sjálfur......annað foreldrið eldar og hitt er með barnið eða börnin í eldhúsinu t.d. við eldhúsborðið að lita eða teikna og foreldrin að spjalla? Þar er komin dýrmæt stund með fjölskyldu og börnum og um leið er verið verið að  spara pening. Ein góð og létt máltíð tekur ekki svo langan tíma í eldun. Það sparaði mikinn pening ekki satt? Eitthvað kostar kokkur 5 daga vikunnar. Þetta er sjálfsblekking og veruleika fyrring og ekkert annað og sá sem hefur efni á svona lífsstíl er ekki fátækur námsmaður.


mbl.is Fátækir námsmenn með húshjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski bara kominn tími.............

það er kannski bara kominn tími á að banna þetta trúar rugl í fólkinu með öllu allsstaðar,það kannski verður þá einhver friður í þessum heimi og ein af mýmörgum vitleysunum eins og umskurður hættir þá sjálfkrafa.

Banna þetta skilyrðislaust og það strax.

Það á að banna þetta skilyrðislaust og það strax.....ætti að hafa gerst fyrir löngu allsstaðar.

Að vera að umskera litla drengi án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja útaf trúar rugli eina ferðina enn á ekki að líðast árið 2013.

Það er engin vissa um þa ðþegar þessir dregir stækka og þroskast að þeirt verði sömu trúar og foreldrarnir eru og ekki einu sinni víst ða þeir verði neinnar trúar.En forhúðin verður ekki grædd á þá aftur ef búið er að fjarlægja hana  með skurðaðgerð.

Það á að vera bannað að umskera almennt...alla,allsstaðar .


mbl.is Leggst gegn banni við umskurði drengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þú þarft ekki ef þú kannt það ekki....

Nei það er alveg rétt.....maður þarf ekkert að skammast sín fyrir neitt ef maður kann það ekki.

Og það hafa nefnilega flestir á þingi gert...sannað fyrir þjóðinni að þeir hvorki geti,vilji eða kunni að skammast sín.


mbl.is Vinur forsetans í 30 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband