Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
6.4.2013 | 10:01
Getum við bæði byggt upp og brotið niður?
Varla líður sú vika að ekki sé verið að fjalla um i fjölmiðlum um aukningu á ferðamönnum hingað til lands og hversu mikið þeir skilja eftir sig til þjóðarbúsins. Spár eru birtar um aukningu næstu árin og plön í gangi hvernig eigi að mæta þessari aukningu og taka á móti auknum ferðamannastraumi. En um leið er svo verið að taka upp allskonar gjöld sem ekki voru til áður og í umræðunni hafa verið uppi hugmyndir af meiri og önnur gjöldum fyrir hitt og þetta sem nota á til uppbyggingar á vinsælum ferðamannastöðum........en við getum ekki bæði haldið og sleppt...við aukum ekki ferðamanastrauminn hingað til lands,lands sem er mjög dýrt og tökum um leið upp allskonar gjöld af fólkinu á stöðum þar sem það vill skoða og taka myndir. Nóg annað þarf ferðamaðurinn að borga meðan henn er hér í nokkra daga vegna dýrtíðar á öllu hér........gisting,matur,bílaleigubíll eða langferðabíll og fl.er til þarf. Bara það eitt sem var í fréttum um daginn þegar Bláa Lónið fór að taka upp gjald fyrir það eitt að heimsækja staðinn og skoða hann...gjald uppá um 1600 ísl.kr. Ég held að með þessari ákvörðun munu verða mun færri ferðamenn sem heimsækja Bláa Lónið en ella hefðu gert og svo verður víða um land þegar fram í sækir.
![]() |
Rukkað fyrir kvikmyndun á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2013 | 09:48
Mér finnst þetta ómerkileg vinnubrögð...........
![]() |
Sektuðu gesti í gríð og erg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2013 | 23:11
Hefur fólk ekkert að gera.........?
Hvernig er það með nútíma manninn.......hefur hann ekkert að gera allan daginn?
Á markaðinn ryðjast nú þessi síðustu misserin og alltaf bætist nýtt við símar þar sem í eru öflugar myndbandsvélar,myndavélar,spjallrási,netið,tölvupósturinn,leikir og margt fl. Fólk getur gert orðið næstum allt í þessum símum,farið á netið,sent skilaboð,skrifað á facebook,farið í heimabankann ,borgað t.d.reikninga og millfært,leikið sér,tekið myndir,tekið myndbönd og bara nefnið það............en hvað? Hvernig er hægt að notfæra sér alla þessa möguleika þegar fólk t.d. er í fullri vinnu,þarf t.d.að sækja börn í skóla,frístundir,leikskóla,elda og sinna heimilinu að loknum vinnudegi og margt annað sem gera þarf í lífinu .......eða hefur fólk ekkert að gera í dag en að leika sér í símanum frá morgni til kvölds? Hafa t.d. vinnuveitendur athugað hvað fólk er t.d. að gera á daginn í vinnunni? Er það kannski upptekið í símanum? Allsstaðar þar sem maður fer um í dag er fólk í símanum...inní verslunum,úti á götu,í bílnum og bara allsstaðar. Hitti maður gamlan kunningja á förnum vegi,kunningja sem maður hefur ekki hitt í mörg ár kannski þá er samntalið oftast mjög stutt og mjög endasleppt,kannski bara nýbúið að segja sæll eða sæl,hvað er að frétta af þér?...... því í miðjum eða NÝBYRJUÐUM samræðum hringir síminn og það má hvorki bíða með að svara eða sleppa því og bara hringja í viðkomandi seinna....nei nei það getur eitthvað alvarlegt gerst:) Síminn gengur orðið fyrir öllu og er númer 1,2 og 3. Þetta símafargan á stórum hluta af þjóðinni er nú löngu orðin della eins og svo margt annað vill verða hér og er......fólk hér virðist almennt missa tökin á öllu sem það hefur þegar fram líða stundirog síminn er engin undantekning þar á ,hann virðist hafa orðið forgang fyrir öllu eða flest öllu hjá fólki í dag.
![]() |
Síminn verður heimili Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2013 | 22:28
Illa haldnir af þunglyndi og sjálfseyðingarhvöt?
Mér finnst nú þessi þjóð hvorki vera í aðstöðu né hafa efni á því að vera með þennan rembing.
Þegar þjóð sem ekki brauðfæðir sig og er uppá aðra komin með að hafa í sig á á vegna lúxuxlifnaðar á stjórnvöldum og hernaðarbrölti enda virðast alltaf vera til peningar í stjórnina þarna,vopnaframleiðslu og risa hersýningar.
Er svo líka viss um að Bandaríkjamenn,Japan og Suður-Kórea bomba allir á þá ef þeir sleppa svo mikið sem einni sprengju og þurrka þá út.
Bretar,Þýskaland,Frakkland og fl.koma svo á eftir og aðstoða við að ljúka þessu.
Nei ég held þeir hafi ekki efni á þessu og ættu að fara varlega með svona yfirlýsingar.
![]() |
Norður-Kórea samþykkir árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2013 | 22:18
Hvers vegna ættum við að hlusta og trúa núna?
Já hvers vegna? Hvað er merkilegra eða meira við kosningarloforðin núna en þau sem hafa verið gefin áður...og voru svikin.
Við síðustu kosningar varð mikil endurnýjun á þingi og ef ég man rétt komu 21 nýjir þingmenn til sögunnar af 63 eða rétt um 1/3 af þingmönnum var endurnýjaður.
Hvar er þetta nýja fólk?
Hvar hefur það verið?
Og hvað hefur það haft fram að færa sl.4 ár?
Sl.vetur þá skoðaði ég oft textavarpið á morgnana í sjónvarpinu svona til að sjá fréttir,veður og færð og svo byrjaði útsending frá þinginu minnir mig um kl 10.
Oft þegar myndavélin rann yfir þingsalinn þá sá maður oft á tíðum andlit í salnum sem maður kannaðist ekkert við,hafði aldrei séð þetta andlit áður,aldrei séð eða heyrt frá þessari manneskju í ræðustól og yfir höfuð ekki orðið var við viðkomandi fyrr.
Er þetta nýjja fólkið sem komst inná þing eftir síðustu kosningar og ætlaði að breyta öllu hér til betri vegar? Hefur það virkilega ekki haft neitt fram að færa öll þessi 4 ár þarna niður frá annað en að vera áskrifendur að laununum sínum?
Ég sá heilsíðu í blaði um daginn þar sem var auglýsing frá einu framboðinu hér fyrir kosningarnar þann 27.apríl n.k. Þarna voru mörg andlit af nýju fólki,andlit sem ég þekkti ekkert og hef aldrei séð fyrr en þarna.
Afhverju skildi ég treysta því að þetta fólk breyti einhverju í þessu þjóðfélagi sem kemur fólkinu í landinu til góða ef það kemst á koppinn eða ríkisspenann?
2.4.2013 | 08:37
27.apríl framundan........kosningar.
Reglulega erum við það "sæmileqa" vel gefin að okkur er treyst til að mæta á kjörstað og kjósa en þess á milli erum við svo vitlaus að það þarf að hafa vit fyrir okkur eins og við heyrum og sjáum á ýmsu sem tekið er fyrir á alþingi og í bæjar og borgarstjórnum.....þar er allt gáfaða fólkið sem hugsar svo vel fyrir okkur hin það er að segja "vitleysingjana" Venjulega erum við svona "vel gefin" einu sinni á ári í 3 ár en fjórða árið eru engar kosningar og erum við þá alveg "dööööööö" En nú fer að koma að einum kosningum enn,kosningum með fullt af loforðum sem ekki verður staðið við eins og venjulega og oftast nær er því borið við að ekki var hægt að koma hinu og þessu að vegna samstarfsflokksins/flokkanna..........og þjóðin lærir aldrei neitt.......stór hluti af henni mætir aftur og aftur á kjörstað og kýs alltaf það sama......sama hversu mikið og oft búið er að ljúga að henni.....alltaf kaupir fólkið loforðin aftur og aftur nú eða ný loforð sem svo svikin verða. Það sem vantar hér á landi allavega einu sinni svona til prufu er að það komist EINN flokkur til valda og aðeins EINN en ekki tveir eða þrír saman í eina stjórn eins og venjan er. Væri einn flokkur við völd þá gæti hann ekki svikið loforðin með þeirri afsökun að samstarfsflokkurinn hafi verið á móti hinu og þessu sem gera átti og var búið að lofa að yrði gert en yfirleitt er það skýringin sem gefin er fyrir sviknu loforðunum. Það er nefnilega ekki eins og það sé verið að kjósa til lífstíðar heldur er bara verið að kjósa til fjögurra ára í einu og standi viðkomandi flokkur sig ekki þá yrði hann bara kosinn burt eftir þessi fjögur ár enda tækifærið búið sem hann fékk en nei þjóðin getur ekki komið sér saman um þetta og myndað samstöðu einu sinni svona til prufu og sjálfs síns vegna. Þess vegna er nú margt svona í dag eins og það er í þessu þjóðfélagi. En þjóðin þyrfti að prófa þetta svona þó ekki væri nema einu sinni,hún hefði engu að tapa. Það hefur marg sýnt sig að flokkunum semur ekki á þingi og fólkinu innan flokkanna semur ekki heldur og málefnin sitja á hakanum og tíminn fer í gagnlaust karp og þras. Og í stað þess að fólk eigi von um breytingar þá á nú heldur betur að bæta á ruglið sem var nú nóg fyrir og er nú hvert nýja framboðið á fætur öðru kynnt til leiks.......til að dreyfa atkvæðunum enn meira en annars yrði, minnka vægi þeirra og auka á ruglið eins og það hefi ekki verið nóg fyrir. Ég veit hvað ég ætla að gera þann 27.apríl n.k.
Ég ætla að vera heima.