Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Öfgarnir í hina áttina.....

Og ber hann enga ábyrgð sjálfur? Var það ekki hans eigið ábyrgðarleysi á spila með allt þetta fé og stoppa ekki.......fullorðinn maður getur ekki bara stokkið af stað og kennt einhverjum öðrum um ef hlutinar fara öðruvísi en ætlað er.Við hljótum sjálf að bera ábyrgð á okkar eigin gerðum sem fullorðið fólk enda tökum við sjálf ákvarðanirnar.Hvað hefði þessi ágæti maður annars gert varðandi spilafyrirtælkið ef hann hefði unnið milljónir?Skilað þeim eða....?
mbl.is Tapaði máli gegn spilafyrirtækinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmið um ruglið...........

já nú skal enginn fara í keppnina sem stendur sig best eða er hæfastur,nei nú skal valið eftir kynfærum og meiga í framtíðnni aðeins vera tvo tippi og ein píka í hverju liði eða tvær píkur og eitt tippi.........það er orðið leitt til þess að hugsa að vegna þessara fáránlega heimsku kynjakvóta þá mun kvennfólk í dag  aldrei vita af hverju það komst áfram í keppnum,afhverju þær fengu starfið sem þær sækja um og þannig fram eftir götunum.Var það vegna þess að þær voru hæfastar af umsækjendum,var þa ðvegna þess að þær stóðu sig best.... .....eða var það bara vegna þess að þær eru kvennkyns?

Ekki skemmtilegt og gott veganesti fyrir ungar stelpur að fara með út í lífið.


mbl.is Kynjakvóti í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já afhverju ekki?

Er þetta ekki bara eftir öllu öðru hér og telst bara í lagi eða eðlilegt á íslandi?
mbl.is „Hvað er þetta með kaffiverðið hér?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta þjóðfélag orðið eiginlega?

Hvað ætlum við að gera? Ætlum við virkilega að hafa þetta þjóðfélag okkar svona eins og það er orðið,Ómanneskjulegt eins og frekast hægt er,kalt risabákn þar sem allir eru bara kennitölur og öll mál bara númer og ekkert á bakið við það?Og það er sama hvern maður spyr.....enginn veit neitt og engin getur neitt.Hver hefur gert þetta að þessum óskapnaði sem þetta er orðið?Eru ekki lögin samin og sett á af þinginu...af þingmönnum og ráðherrum? Eru reglugerðirnar ekki settar í sjálfum ráðuneytunum af ráðherrunum sjálfum og dreift þaðan til hinna ýmsu stofnana sem heyra undir ráðuneytin? Og enginn kannast við neitt og getur ekki breytt neinu.

Framkoma okkar við fólk af erlendu bergi er til háborinnar skammar fyrir allt þjóðfélagið,að fólk skuli þurfa að bíða mánuðum og  árum saman eftir svörum eða úrlausn sinna mála getur vart talist eðlilegt og við skulum hafa það í huga að hér er verið að fjalla um líf fólks sem jafnvel er búið að upplifa hörmungar í heimalandi sínu og hefur hrakist lengi á milli landa.


mbl.is „Hún bara gafst upp og fór“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlagið á Fiskinum er algjör synd..............

Maður myndi borða mikið meira og oftar af fiski ef hann væri ekki svona dýr enda afskaplega góður og hægt að elda margt og fjölbreytilegt úr fiskinum en fiskurinn var hversdagsmatur hér fyrir um 35- 40 árum síðan en tals til luxusfæðis í dag enda hefur almenningur ekki efni á að borða fisk oft vegna verðsins á honum.Fiskur er t.d. dýrari en flest allt kjöt nema þá helst nautakjöt og telst því má segja til lúxusuvöru og rándýr samkvæmt því.
mbl.is Gríðarlegur verðmunur milli fiskbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt reynt til að ná sér í pening............

Brian Weir hefur kært vinnufélaga sinn í LA lögreglunni vegna ummæla sem hann lét falla þegar þeir komu að söngkonunni Whitney Houston látinni en þar lét vinnufélagi Weir þau orð falla að söngkonan liti enn vel út.............þrátt fyrir hvað veit ég ekki....hvort hann meinti þrátt fyrir lífernið,neysluna,aldurinn eða að hún væri látin en látum það liggja á milli hluta........en Weir þessu hefur sem sagt kært vinnufélaga sinn fyrir þessi ummæli og fer fram á SKAÐABÆTUR......skaðabætur fyrir hvað?Skaðaðist hann eitthvað á þessum saklausu ummælum? Var þeim beint til hans eða hans fólks. Skaðaðist einhver vegna þessara ummæla? Frekar myndi ég segja að þetta hafi verið hól ef eitthvað er en svona er víst Ameríka í dag..c....allt reynt,já allt til að ná sér í góðan og auðfengin pening.
mbl.is Kærður fyrir ummæli um Whitney Houston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju ættum við að geta það?

Já afhverju skildum við geta brauðfætt 10 milljarða í framtíðinni þegar við getum ekki brauðfætt 7 milljarða í dag? Hvað á að breytast svo það sé hægt? Og ef það er hægt afhverju gerum við það eki í dag og útrýmum hungri?Eru ekki milljónir að deyja úr hungri í heiminum í dag?Miðað við fréttir um helgina hendum við hinar vestrænu þjóðir milljörðum tonna af matvælum á hverju ári á meðan milljónir manna fá ekki einu sinn eina máltíð á dag.Getum við kannski breytt þessu og vantar okkur bara viljan eða hvers vegna er þetta svona?
mbl.is Lífrænt bjargar ekki hungruðum heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá stráknum.....

Gott þegar  ungmenni  sækja um og  fara í Hússtjórnarskóla og sérstaklega þegar strákarnir skella sér í þetta nám enda hverjum og einum holt ap geta bjargað sér þegar u´t í lífið kemur ....aðsókn ku vera góð og brottfall ekkert en vantar fl.pláss.Spurning hvort ríkið ætti ekki að endurvekja eins og einn eða tvo af þessum skólum sem voru lagðir niður fyrir allmörgum árum síðan svo fleiri komist inn? Þessi tegund af skóla undirbýr ungt fólk vel fyrir framtíðina og gerir því kleift að bjsrga sér og halda heimili þegar það er stofnað.
mbl.is „Ég er ekki hraðasti prjónarinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Sturla heldur............

ja ef forseti þingsins heldur að það muni auka virðingu fyrir þinginu þetta hallærislega ávarp sem merkir í raun  ekkert og er ekkert að marka úr ræðustól ja þá er hann á villigötum...............kominn langt útá tún  held ég.

Virðing fyrir alþingi dalaði vegna þess hvernig þið höguðuð ykkur á og í þinginu bæði gagnvart hvort öðru,ykkur sjálfum og okkur þjóðinni...en ekki hvernig þið ávarpið hvort annað úr ræðustól. Áhugaleysi,virðingarleysi og trúleysi á ykkur og ekki síst vonbrigðin á allt sem þið ekki gerðuð en þjóðin vildi að þið gerðuð kjörtímabil eftir kjörtímabil...........og þið hafið gert þetta árum og áratugum saman að haga ykkur svona svo það hlaut að koma að því að fólkið fengi nóg og hætti að hlusta og bera virðingu fyrir þessu og ykkur...........allt sem þið í gegnum tíðina hafið boðið þjóðinni uppá þarna niðurfrá í þessum sirkus við Áusturvöll er nefnilega geymt en ekki  gleymt og ávarpið háttvirtur eða hæstvirtur lagar það ekki eitt og sér.


mbl.is Lítill bragur yfir fyrstu skrefum Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

var sem snöggvast mjög áhyggjufullur........

Ég hélt þegar ég byrjaði að lesa greinina að nú væri verið að leggja fram lagafrumvarp sem bannaði okkur með öllu að grýta þá og hafa af okkur þessa einu ánægju sem eftir er..................en sem betur fer var svo ekki.
mbl.is Ótakmörkuð heimild til að grýta þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband