Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Að axla ábyrgð

Það er löngu kominn tími á það að þesaar opinberu stofnanir og starfsfólk þeirra axli ábyrgð á því sem þær eru að gera og hafa gert.

Að opinber stofnun með lið af allskonar fræðingum,lögfræðingum og stjórum skuli geta ráðist fram og þjarmað að bæði fyrirtækjum og einstaklingum í þjóðfélaginu og axlar svo enga ábyrgð á því sem gert var þegar upp er staðið.

Að starfsmenn þessara opinberu stofnanna geti til dæmis tekið ákvarðanir um ýmisslegt sem gert er gagnvart bæði fyrirtækju og einstaklingum sem snertir líf viðkomandi sem svo reynist ekki löglegt eða siðlaust þegar upp er staðið skuli bara halda sínu striki og ekki axla neina ábyrgð á ákvarðantöku sinni og gjörðum eða afleiðingum þess sem það hefur gert eða samþykkt nær ekki nokkurri átt.

Oft hefur það farið svo að líf fólkis hefur gjör breyst við þetta og það jafnvel verið eyðilagt og margir hafa þurft að leggja úit í mikinn kostanað vegna slíkra ákvarðanatöku hjá opinberum starfsmönnum sem svo axla enga ábyrgð á því sem þeir hafa gert eða ákveðið en halda bara sínu striki og embætti áfram.


mbl.is Líkir Aserta-máli við Geirfinnsmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsulausir lögreglumenn

Það er ekki gott ef laganna verðir eru ekki við góða heilsu og eiga kannski við langa vanheilsu að stríða.

Kannski spurning þegar búið verður ða ganga frá launamálunum að fara fram á fullkomið heilbrigði og hraustleika í ráðningasamningi?


mbl.is Mikil veikindi meðal lögreglumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskur leiðir heimskan

Það er spurning hvejir eru heimskari...mótmælendur sem mótmæla staðeyndum eða páfinn og hans fylgjendur sem trúa og fara eftir gamalli bók sem skrifuð var fyrir hundrumum ára af gömlum mönnum á löngum tíma?

Mótmælendur hafa þó sannanir að börn voru misnotuð af mönnum kirkjunnar en páfi og fylgjendur hafa ekkert nema gamla bók sem þeir fylgja og trúa á.

Hverjir skildu vera heimskari?


mbl.is Páfi kallaði mótmælendur heimska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupi pottþétt ekki svona vél

Ekki spurning......kaupi ekki svona vél.

greinilega bara verið að hafa fólk að fíflum og ýta þessum litla íslenska markaði út af kotinu.

Heiðarleikinn ekki meiri en svo að það þarf að fara í svona skollaleik til þess í stað þess að koma bara hreint fram og segja að þeir vilji ekki selja kaffið til íslands þar sem markaðurinn er kannski of lítill.


mbl.is Kaffið skammtað til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umburðarlyndið í hávegum haft.

Já hann gat þjónað án þess að nokkur færi að fetta fingur út í það í rúml.20 ár en þegar hann svo kom út úr hinum fræga "skáp" þá var það  ómögulegt að hann væri lengur prestur.

Ef þetta er ekki hræsni á háu stigi þá er hún hreinlega ekki til og þessir vitleysingjar boða umburðalyndi,þolinmæði,hjálpsemi og kærleika og halda því líka fram að allir séu jafnir fyrir guði og séu guðs börn......æla,æla,æla,æla og enn meiri æla.


mbl.is Samkynhneigður kennimaður rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í fyrsta skiptið.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið og alveg örugglega ekki í það síðasta sem lögreglan beytir því fyrir sig svo hún geti hlerað og fylgs með fólki að hún hafi áreiðanlega heimildir fyrir því að viðkomandi hafi verið viðriðinn eða væri gerandi í hinum og þessum málum.Og þessir svokölluðu áreiðanlegu uppljóstrara eru aldrei gefnir upp því lögreglan þarf þess ekki (enda eru þeir í flestum tilfellum ekki til hvort eð er).


mbl.is „Varð kjaftstopp og hissa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið tekur og tekur og tekur og tekur........

Já ríkið tekur og fær aldrei nóg enda með krumlurnar á eftir fólki langt yfir gröf og dauða í von um að ná einhverju af einstaklingnum.

Það á ða setja tvo milljarða í að hjálpa flóttafólki en ellilífeyrisþegar,öryrkjar og þeir sem eiga erfitt vegna fátæktar geta átt sig.

Er nema von að fólk skilji þetta fyrirkomulag og framkomu ekki.


mbl.is Of dýrt að leita til læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband