Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
30.4.2016 | 22:40
Frítt fyrir alla.......
Það sem almenningur vill er að heilbrigðisþjónustan verði "frí" fyrir alla eins og það var hér áður það er að við borgum þetta í gegnum skattana okkar.
Það má alveg skoða kannski komugjald á Læknastofu sem væri kannski 1000-1200 kr á hvern og innritunargjald á sjúkrahús sem væri kannski 3000 kr á alla en þar væri líka greiðslum lokið og sama gjald fyrir alla nema börn,lífeyrisþega og öryrkja sem væri 50% af þessu.
Að borga hér yfir 60.000 kr á ári ef þú ert lífeyrisþegi eða öryrki og urúmar 90.000 kr ´fyrir almenning er með öllu óásættanlegt eins og frumvarp heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir...........það hefur enginn beðið um það og þetta frumvarp er bara hulinshjálmur í að einkavæða heilbrigðisþjónustuna meira til að dágóðar fúlgur fari til ættingja,vina og flokksfélaga.
Það er meðal annars spillingin sem við viljum burt.
Áætlunin í takt við kröfu undirskriftanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2016 | 19:30
Og hvar eru þeir nákvæmlega?
RUV segir sama og Mbl. að skipt hafi verið um tvo varahlutri í þyrlunni sem fórst.
Hvar eru varahlutirnir nákvæmlega í þyrlunni?
Á ekki frekar að segja að skipt hafi verið um tvo hluti í eða tvo bilaða/ónýta hluti í þyrlunni?
Eða hvar eru varahlutirnir í þyrlunni?
Í viðgerð fyrir þremur dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2016 | 21:42
Ávísun á spillingu og hagsmunapot
Er það þetta sem koma skal og halda Lífeyrissjóðirnir og eða verkalýðsfélögin að þau muni auka traust og tiltrú almennings með svona framkomu?
Ég held ekki.
Felldu einn sitjandi stjórnarmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2016 | 19:39
800 manndrápstól inn á íslensk heimili
Voru það ekki MALM kommóður sem voru í fréttum nú fyrir stuttu sem voru sagðar stórhættulegar börnum og hefðu orsakað dauða 3ja barna í US?
Og núna selur IKEA 800 stk af þessu inná Íslensk heimili.....svo maður spyr.....hversu hættulegar eru þær?
800 kommóður á nokkrum mínútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2016 | 19:33
Að búa til eitthvað
Þetta er enn eitt bullið hérna og er af nógu að taka.
Nú þarf orðið háskólanám til þess að verða lögregluþjónn. Þetta heitir að búa til eitthvað úr litlu eða engu sem kostar svo mikinn pening
Lögregluskólinn verði lagður niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2016 | 19:36
Frændur okkar Danir
Það er sem sagt ekki nóg með að þessir frændur okkar héldu þjóðinni í heljargreiðum hafta og klafa,dæmdu okkur og drápu heldur rændu þeir okkur líka í stórum stíl.
Spurning hvort einhverjir vilji kalla þá frændur lengur eða bara kissa vöndin eins og okkur er svo tamt að gera?
Dýrgripir Íslands bræddir í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2016 | 00:06
Fá þá konurnar tvo íspinna?
Eða verður þeim kannski ekkert umbunað fyrir vel unnin störf og að skapa þessi verðmæti sem urðu að þessum arði?
Greiðir tæpan 3,1 milljarð í arð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |