Alltaf hallar á neytandann.

Það er svo mikið að í þessu þjóðfélagi sem þyrfti að taka á en enginn virðist hafa áhuga eða manndóm í sér að fara ofan í saumana á málunum hér og byrja að að taka á þessu. Það er hægt að fara með fólk og eigur þess eins og skít hérna og allt er að því virðist löglegt. Svo finnst mér það sjálfsögð kurteisi af félögum að upplýsa fólk ef þau standa illa peningalega séð. Var nú bara að lesa það í greininni sem tengist þessari frétt að Búmenn séu illa staddir peningalega séð en þetta félag upplýsir ekki félagsmenn sína um þetta en heldur bara áfram að rukka inn félagsgjöld eins og allt sé í lagi. Er þetta rétt og eðlileg framkoma?

En ég skora á einhvern góðan lögmann að gefa sig fram við konuna og dóttir hennar og láta reyna á rétt konunnar gegn Búmenn fyrir dómi. Þetta er ábyggilega svona hjá fleirum en henni einni.

Mér varð á að nefna Búseta í stað Búmanna í bloggi mínu og hef ég nú leiðrétt færsluna. Bið ég Búseta afsökunar á þessum mistökum mínum. Og ég vil einnig taka það skýrt fram að ég persónulega hef og er ekkert á móti þessum búsetufélögum, hvorki Búmönnum né Búseta en framkoman við konurnar vegna íbúðarinnar eða búseturéttar gömlu konunnar af hálfu Búmanna finnst mér háborin skömm og fyrir neðan allar hellur. Það mál þarf að skoða betur.


mbl.is 4 milljónir fyrir 4 mánaða leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með þúsundin sem síminn hirðir af fólki?

Þetta kallast þjófnaður og eða fjárdráttur samborið dóminn sem maður inn fékk en hvað kallast það þá þegar fyrirtæki eins og síminn tekur greiðslur af fólki fyrir þjónustu sem það hefur ekki full nýtt sér og segir að þetta séu reglur fyrirtækisins? Ef þú fyllir á frelsi hjá símanum og notar ekki innan tilskilins tíma þá fyrnist inneignin vegna þess að það eru reglur símans. Hvað kallast það? Ef þú skoðar ekki vel og fylgist ekki sjálf/ur með hvað þú ert að borga hjá símanum á þínum síðum og fyrirtækið tekur greiðslu fyrir þjónustu í marga mánuði,þjónustu sem þú varst búinn að segja upp þá eru það reglur fyrirtækisins að endurgreiða ekki oftökuna nema 6 mánuði aftur í tímann...hitt er hirt af þér þó það skipti kannski þúsundum króna og þér er bara sagt að fylgjast betur með. Hvað skildi það  kallast?
mbl.is Fyllti á símakort fyrir hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband