Alltaf hallar á neytandann.

Það er svo mikið að í þessu þjóðfélagi sem þyrfti að taka á en enginn virðist hafa áhuga eða manndóm í sér að fara ofan í saumana á málunum hér og byrja að að taka á þessu. Það er hægt að fara með fólk og eigur þess eins og skít hérna og allt er að því virðist löglegt. Svo finnst mér það sjálfsögð kurteisi af félögum að upplýsa fólk ef þau standa illa peningalega séð. Var nú bara að lesa það í greininni sem tengist þessari frétt að Búmenn séu illa staddir peningalega séð en þetta félag upplýsir ekki félagsmenn sína um þetta en heldur bara áfram að rukka inn félagsgjöld eins og allt sé í lagi. Er þetta rétt og eðlileg framkoma?

En ég skora á einhvern góðan lögmann að gefa sig fram við konuna og dóttir hennar og láta reyna á rétt konunnar gegn Búmenn fyrir dómi. Þetta er ábyggilega svona hjá fleirum en henni einni.

Mér varð á að nefna Búseta í stað Búmanna í bloggi mínu og hef ég nú leiðrétt færsluna. Bið ég Búseta afsökunar á þessum mistökum mínum. Og ég vil einnig taka það skýrt fram að ég persónulega hef og er ekkert á móti þessum búsetufélögum, hvorki Búmönnum né Búseta en framkoman við konurnar vegna íbúðarinnar eða búseturéttar gömlu konunnar af hálfu Búmanna finnst mér háborin skömm og fyrir neðan allar hellur. Það mál þarf að skoða betur.


mbl.is 4 milljónir fyrir 4 mánaða leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þarna er þetta venjulega að svindlað er á sjúkri konu. Allur þessi ferill er bara ein endalaus sorgarsaga þar sem vankunnátta einstaklinga er misnotuð til hins ýtrasta. Eftirlitið með þessum mönnum virðist mjög svo ábótavant þó ekki sé meira sagt og hefði ég viljað sjá þann endurskoðanda sem hefur samþykkt reikninga þessara  manna. Ekki get ég séð að þetta sé löglega að farið, en nú bara hægt að fara eftir því sem blaðamaðurinn skrifar. Blankir menn sem notfæra sér vankunnáttu eldri borgara og veika í þokkabót eiga sér engan málsvörn, enga.

50 ca.

Eyjólfur Jónsson, 27.11.2013 kl. 03:53

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Þetta er skelfilegt að þessi félög þurfi sýnt og heilagt að breytast í einhver skrímsli sem er ekki hægt að hafa stjórn á,samanber Eyr og svo nú Búmenn,maður veltur fyrir sér hver er tilgangurinn með slíkum breytingum á reglum?Í hvers þágu eru slíkar breytingar? misskilja menn ekki eitthvað skilgreininguna á samvinnufélögum?Hverjir eru það sem eiga þessi samvinnufélög?

Hvar er eignarétturinn hjá því fólki sem kaupir 30% eign?

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 27.11.2013 kl. 09:02

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Guðmundur, settu fótinn niður hvar sem er í þjóðfélaginu og þú rekst á þessa gaura. Það er brunalikt af mestu í fjármálum í landinu í dag og einfaldast er að skoða alla þessa menn sem komið hafa í staðinn fyrir ártuga gömul og góð fyrirtæki sem einfaldlega hafa "gufað upp". Þetta er átakanlega venjulegt í vinnuvéla bransanum þar sem óþektir menn eru altíeinu á vél eða krana, fólk sem ég kannast ekki við og eru búnir að borga fjárfestinguna!!??.

Eyjólfur Jónsson, 27.11.2013 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband