24.6.2013 | 19:32
Snowden föðurlandssvikari?.......en hvað er þá sá sem.......
Ef það kallast að vera föðurlandssvikari að upplýsa fólkið sitt (þjóðina sýna) og aðra um persónunjósnir hins opinbera hvað skildi það þá kallast þegar hið opinbera njósnar um saklausa borgara og safnar gögnum um þá? Þjóðarsvikarar? Hver er svo munurinn á þessu tvennu? Og hver er svo þá munurinn á að svíkja þjóðina sína og svíkja þjóðina sína? Það getur varla talist eðlilegt og heilbrigt hræsnin í stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvernig þau koma fram við sitt eigið fólk.
![]() |
Leita allra leiða til að ná Snowden |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2013 | 09:38
"dýr og vandræðaleg vitleysa"
Eitt af mörgu sem okkur mannfólkinu hefur tekist að koma á og skemma með vitleysu og öfgum eru brúðkaup......þetta höfum við að vísu gert líka með skýrnir,fermingar,afmæli og erfidrykkjur(andlat) enda eru þessir viðburðir í lífi einstaklinganna löngu dottnir yfir og út um hver tilgangurinn er með þeim heldur orðnir peningaplokk sem aðrir maka krókinn á......og gera það gott.
Og brúðhjón sem svo gera það opinbert að þau eru móðguð yfir hversu gjöfin er ódýr og eða léleg segir nú bara meira um þessi nýgiftu hjón en nokkur orð.Það er kannski komið á sérstak"limit"þegar gefnar eru gjafir um það hvað þær megi kosta?
Hvenær tíðkast það að minnast á það við gestina hversu mikið veislan kostaði pr.mann? Og hver bað um það að verða boðin í veisluna? Er ekki hægt sig án þess að láta svona og kosta öllu þessu til.......gengur ekki brúðkaupið(giftingin) útá það að vikomendur eru að játa og staðfesta ást sína en ekki hvernig veisla á að vera og hve mikið hún kostar eða er brúðkaupið verðlagt í dag eftir því hve mikið veislan kostar......því meiri kostnaður,því meiri og sterkari ást?????????
Það kannski verði komið næst og þætti vel við hæfi að þegar maður labbar út úr veislu hvort sem maður er í skýrn,fermingu,afmæli,jarðaför og erfidrykkja eða brúðkaupi að maður fá afhentan gíróseðil við útidyrnar?
![]() |
Ódýr og vandræðaleg brúðkaupsgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |