15.1.2014 | 23:40
Hver veit nema það sé næst?
Ekki myndi ég blikka auga yfir því ef ég læsi að það væri til, að komin væri tilskipun frá Brussel um hvernig skegg menn ættu eða mættu vera með. Það muna nú allir ruglið um ágúrkurnar og gulræturnar hér um árið svo ekki sé minnst á stærðina á smokkunum sem svo gerði Frakkana alveg brjálaða.
![]() |
Aðstoðarmenn hans lágu yfir gömlum myndum af mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2014 | 17:37
Gamli danski einokunar hugsunarhátturinn enn við líði árið 2014.
Það er svolítið sérstakt í þjóðfélagi sem vill kalla sig nútíma samfélagfélag að þessi hugsunarháttur skuli vera enn við líði hjá flestum ráðamönnum þjóðarinnar og mörgum landsmönnum og ekki síst ungum fólki. Við ættum að tala meira um einokunar verslunina hjá Dönunum og hvernig þeir komu fram við okkur þegar við vorum undir þeim komin á sínum tíma. Og erum svo vitlaus að við erum að gera okkur sjálfum það nákvæmlega sama í dag árið 2014 og þeir gerðu okkur....sem við kvörtuðum svo hástöfum yfir áratugum eða árhundruðum saman.
![]() |
Tvær sérstakar umræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |