20.1.2014 | 22:34
Hvort er....hverju á að trúa?
Hvort er að hlýna eða kólna á jörðinni? Maður er alltaf að lesa reglulega um hættuna á hækkun yfirborðs sjávar,flóðum og fl.í kjölfar hlýnunar á hnettinum og að orsökin sé okkur mönnunum að kenna,við megum búast við ýmsum veðrabrigðum vegna hlýnandi veðurs,meiri skógareldar,meiri hiti,örari bráðnun jökla og þar fram eftir götum en svo kemur nú að það er kólnandi og munu vetur verða harðari næstu áratugina en þeir hafa verið undanfarið.
Hverju á að trúa? Fer hlýnandi eða fer kólnandi?
![]() |
Kaldari veður og sjaldséð norðurljós? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.1.2014 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2014 | 13:53
Ertu samkynhneigður eða með of háan blóðþrýsting?
Svona áður en maður verður orðlaus þá er hér eins spurning sem kom upp við þennan lestur.
Hvað skildi vera mikið af " ofur " heimsku fólki á lífi í dag árið 2014?
Fyrst kom bjáninn í Bretlandi fyrir helgina og þessi núna strax eftir helgina.
Það er varla að maður taki við meiru í bili.
En kaþólski kardinálinn ætti kannski að hafa meiri áhuga,áhyggjur og ræða frekar misnotkun presta og biskupa innan kirkjunnar á litlum drengjum og hafa minni áhyggjur af samkynhneigð annarra.
![]() |
Líkir samkynhneigð við blóðþrýsting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2014 | 12:12
en hvað varð um sjóðinn?
Hvar er þessi sjóður núna,hver ber ábyrgð á honum og hefur eitthvað verið úthlutað úr honum til langveikra barna?
Þetta hlýtur að vera álitlegur sjóður ef allt er eðlilegt því það eru engir smá vextir af rúml.9 milljarða höfuðstól ef þeir hafa verið á vaxtareikning í tæp 12 ár.
Hvar er sjóðurinn?
![]() |
Guðmundur á Núpum gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |