30.10.2014 | 23:42
Lengi vitað
Það hefur lengi verið vitað að mjólkin er fyrir ungviðið enda hvenær fer kvennkyns spendýr að mjólka? Jú þegar það eignast afkvæmi og mjólkar í 6-9 mánuði eða eins lengi og náttúran ætlast til að ungfviðið hafi aðgang að mjólkinni. Fyrir löngu síðan var geitamjólk eingöngu notuð um alla Evropu en skipt var yfir í kúamjólk þar sem það þótti jú auðveldara að mjólka kú en geit og meira magn fékkst úr einni kú en geit.
![]() |
Mjólk slæm fyrir heilsuna og beinin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2014 | 19:54
Hver er munurinn á fólkinu?
Hver er munurinn á fólki sem býr á Höfn í Hornafirði og þeim sem búa á Akureyri? Gasmengunin fór í rúmlega 5000 í dag á Akureyri og víða á norður og vesturlandi var hún vel yfir heilsuspillandi mörkum. Fólk t.d. á Eyjafjarðasvæðinu var látið vita af þessu me SMS frá Almannavörnum og pósturinn var ekki borinn út á sumum svæðum. Ekkert þessu líkt var í gangi á Höfn í gær eða þa ðvar ekkert slíkt í fréttum þaðan allavega og fór þó gasmengunin upp í 21.000 .ar um tíma og hefur aldrei mælst annað eins á landinu eins og þar. Ekki sendu Almannavarnir SMS til Hafnarbúa eftir því sem best er vitað eða það hefur ekki komið fram í neinum fréttum ennþá svo vitað sé. Afhverju ekki? Eru ekki allir jafnir eða er líf eða heilsa norðlendinga verðmætar en Hafnarbúa?
![]() |
Mikil mengun á Norður- og Vesturlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2014 | 19:48
Þjónusta eða ekki.
Annað hvort veita greiðslukortafyrirtækin þjónustu eða ekki og þau eiga ekki að hafa vald til þess að sikta út viðskiptavini sem eru velkomnir og þeir sem eru óvelkomnir. Kortafyrirtækjunum kemur ekki við hvap viðskiptavinurinn er að gera eða við hvað hann starfar ef það brýtur ekki lög og kortafyrirtækin eru ekki og eiga ekki að skilgreina það hvort svo sé. Það eru aðrir sem sjá um slík mál.
![]() |
Kortafyrirtækin kyrktu Wikileaks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |