Hver er munurinn á fólkinu?

Hver er munurinn á fólki sem býr á Höfn í Hornafirði og þeim sem búa á Akureyri? Gasmengunin fór í rúmlega 5000 í dag á Akureyri og víða á norður og vesturlandi var hún vel yfir heilsuspillandi mörkum. Fólk t.d. á Eyjafjarðasvæðinu var látið vita af þessu me SMS frá Almannavörnum og pósturinn var ekki borinn út á sumum svæðum. Ekkert þessu líkt var í gangi á Höfn í gær eða þa ðvar ekkert slíkt í fréttum þaðan allavega og fór þó gasmengunin upp í 21.000 .ar um tíma og hefur aldrei mælst annað eins á landinu eins og þar. Ekki sendu Almannavarnir SMS til Hafnarbúa eftir því sem best er vitað eða það hefur ekki komið fram í neinum fréttum ennþá svo vitað sé. Afhverju ekki? Eru ekki allir jafnir eða er líf eða heilsa norðlendinga verðmætar en Hafnarbúa?
mbl.is Mikil mengun á Norður- og Vesturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband