24.7.2014 | 00:24
Áframhaldandi bull og öfgar vegna reykinga.
KOm manni svo sem ekkert á óvart bullið varðandi reykingar hér á landi sem og öfgarnir sem viðgangast vegna þeirra um allt þjóðfélag. Réttindi fólks til að vera í reyklausu samfélagi en réttindi þeirra sem reykja eru engin.Fólk hýmir hingað og þangað við þessa iðju sína eins og fram kemur í greininni og er litið hornauga þar sem það er. Þríðja flokk þjóðfélagsþegnar eða úrhrök. Og hinir sem ekki reykja heimta hreint loft fyrir sig...........hvað um verksmiðjurnar sem spúa eitrinu frá sér,álverin og svo ekki sé minnst á bílana? Eða ýmislegt í matvælum sem fólk er að láta ofan í sig og er heilsuspillandi svo ekki sé nú minnst á allan óþverrann sem fer ít í loftið hjá hinum stóru iðnríkjum víða um heim. Hvort ætli sé meira heilsuspillandi?
![]() |
Reykingar óbærilegar nágrönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |