24.1.2015 | 21:11
Gott dæmi um hversu sjúkt þetta er orðið.
Þetta er enn eitt gott dæmi af mörgum sem sýnir okkur hversu sjúk þessi símahegðun er orðin á stórum hluta af fólki í dag. Enginn getur farið eða gert neitt nema hafa símann með og fólk er á spjallrásum,leitar á internetinu,á facebook þar sem það á ekki lengur neitt líf og takandi myndir af öllu og engu en þó helst af sjálfu sér og sendir svo um allan heim.
Þetta fólk er akandi bílum og hangandi í símanum í akstri,étandi undir stýri,drekkandi gos eða kaffi og fleira sem þessu fylgir og er orði hættulegt sjálfu sér og öðrum. Maður hefur meira að segja séð konur mála sig undir stýri á akstri og svo nær þetta fólk ekki beygjum,getur ekki langt í stæði eða stoppar ekki á rauðu ljósi.
Þessi símanotkun og hegðun er löngu orðin sjúkleg.
![]() |
Tók upp símann í miðjum leik - myndband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2015 | 14:52
Auðvitað eyðileggur reglugerðar farganið fyrir okkur.
Það kemur alltaf betur og betur í ljós að reglugerðar farganið sem hér er og er alltaf verið að bæta við samkvæmt ESB og ES er farið að skemma fyrir þjóðinni. Þetta heftir nýsköpun,kemur í veg fyrir að önnur fyrirtæki komi hingað og hefur þar með mikil áhrif á samkeppnisstöðuna hér á landi neytendum til bölvunar.Þegar reglugerðar farganið er farið að hafa þessi áhrif þá vinnur þa ðekki lengur með neytendum heldur gegn þeim. Það er spurning hvort við ættum ekki að segja okkur úr ESB um leið og umsóknin til ES verður dregin til baka og þá taka Schengen með í leiðinni?
![]() |
Reglur um merkingar stoppuðu Costco |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |