Löglegt rán og okurvextir.

Maður borgar alltaf meira og meira fyrir minna og minna hjá þessum fjármálafyrirtækjum enda maka þau krókinn eins og þau mögulega geta.Það virðist sem ekkert eftirlit sé með þessum stofnunum og þau fara bara sínu fram eins og þeim dettur í hug.Teknin eru gjöld fyrir hverja kortaútekt þó fólk borgi gjöld á hverju ári fyrir kortin,seðilgjöld,þjónustugjöld,útskriftargjöld og fl.hvað skildi þeim detta næst í hug og hvað skildi það verða kallað?Svo ef fólk á pening á reikningi sínum þá borgar það gjald fyrir að taka út af sínum eigin reikning....hvenær skildu bankarnir fara að borga fólki fyrir að leggja inn á reikningana?....þeir jú nota þá peninga til útlána með okurvöxtum.Kortafyrirtækin sem eru jú í eigu bankanna breyttu úttektartímabili kortanna á sl.ári og styttu þau um 12 daga að meðaltali en pössuðu að minnast helst ekkert á það...bara að þetta yrði hagkvæmara vegna þess að áður voru allar færslur handskrifaðar en nú þyrfti þess ekki.......gjaldagi kortanna breyttist því og er ekki hinn sama hjá Mastercard og Vísa eins og áður var....bara til að rugla fólk aðeins meira.

Sjálfur hélt ég að okurvextri væru ólöglegir hér á landi enda var einstaklingur dæmdur fyrir slíkt fyrir mörgum árum síðan en annað virðist gilda um bankana ....var ekki þingi að reyna að taka fyrir þetta á síðustu dögunum sem það starfaði vegna smálánafyrirtækjanna? Hvað með bankana sj+alfa? Öll þjónusgjöld hækka,ný gjöld tekin upp.okur vextir nema af innistæðum og þannig mætti lengi telja.Enginn virðist hafa neitt um þetta að segja,enginn ræður við þetta og enginn veit hverjir eiga þá........þetta eru bara eins og stór kýli,krabbameinsæxli á þjóðinni sem stækka og stækka og engin lyf eða lækning finnst við þessu og enginn ræður við þetta.


mbl.is 24,6 milljarðar í þjónustugjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband