Skiptir það ekki öllu máli um hæfnina?

Mig skal nú ekki undra það að hlutirnir séu eins og þeir eru hér á landi ef þetta er algengur hugsunarháttur hjá þeim sem starfa í opinbera geiranum og fara með völdin í landinu. Eru það ekki skynsamleg rök að sá hæfasti eigi að gegna embættinu en ekki af hvaða kyni hann er?Er ekki verið að fara með völd og stjórn á heilu þjóðfélagi sem og fjármál heils rikis? Ætlar enginn að bera ábyrgð á að það sé vel gert bara ef það eru jöfn kynjaskipti í ráðuneytunum? Eða skiptir það kannski engu máli og er bara auka atriði hver stjórnar ráðuneytunum bara ef kynjaskiptingin er jöfn og helst að konur séu í meirhluta bara af því  að þær eru konur en ekki endilega hæfastar? Hvernig ber að skilja svona færslur eins og hjá fyrrverandi ráðherra VG?


mbl.is „Hve lengi dugar svarið?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Manstu hér fyrir skömmu þegar Ögmundur hjá VG braut jafnréttislög gagngert til þess að koma minna hæfum umsækjanda að?

Góðir tímar, það.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.5.2013 kl. 20:29

2 Smámynd: Júlíus Már Baldursson

já ég man það vel og eins þegar Jóhanna sjálf braut sömu lög ári eftir að hún tók við embætti og myndaði stjórn. Þetta setur lög á þjhóðfélagið og fer svo ekki sjálft eftir þeim...því skildum við hin þá gera það?

Júlíus Már Baldursson, 24.5.2013 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband